Klukk!

Ég var klukkuð af henni Ásdísi svo að hér koma 5 random staðreyndir um mig.

1. Eins og sést hér á þessu bloggi er ég forfallin handavinnukona. Mér finnst skemmtilegast að sitja og sauma út og oft er ég spurð hvernig ég nenni þessu. Sko… þetta er bara svo gefandi, og slakandi. Þetta er mín hugleiðsluaðferð því að það er alveg ótrúlegt hversu margt “fellur á sinn stað” í höfðinu á manni þegar maður situr og saumar út, í eigin heimi.

2. Ég er sexfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum. Ég sakna dansins ennþá, en mundi aldrei nenna að fara að keppa aftur. Kannski nær maður að draga karlinn á svona parakvöld einhvern daginn.

3. Tónlist skiptir mig ótrúlega miklu máli. Ef ég er “snobbuð” á einhvern hátt, þá er það tónlistarlega séð. Ég get t.d. yfirleitt ekki hlustað á útvarp því að ég verð alveg súper pirruð yfir bæði tónlistinni og plötusnúðunum. Fyrir þessu eru þó undantekningar eins og t.d. Heiða á næturvaktinni og Poppland með Óla Palla.

4. Ég elska vini mína og fjölskyldu alveg óendanlega mikið og ég elska að gera hluti til að gleðja þau öll. Mér finnst gaman að gefa, og reyni að gera eins mikið af því og ég mögulega get.

5. Ég er brjálæðislega kitlinn á tánum. Ég vil helst bara að tærnar á mér séu látnar í friði takk fyrir kærlega!!!

Ég klukka Rósu Tom, Siggu Láru, Sonju, Bjögga og Fanney systir!

Jæja, við fjölskyldan ætlum að hafa það kósí og horfa á video og éta popp. Oooh, lífið bara gæti ekki verið betra akkúrat núna.

6 Comments

Filed under Uncategorized

6 responses to “Klukk!

 1. Anonymous

  hvað er að klukka?????

 2. Hafrún Ásta

  eins og í eltingar leik sem þýðir þú ert hann…. Nú gerir þú.

 3. Anonymous

  gera hvað???

 4. Litla Skvís

  Nú eiga þeir 5 sem að ég “klukkaði” að skrifa 5 staðreyndir um sig á sínu bloggi og klukka svo næstu fimm manneskjur.

 5. bjoggi

  omg! ég var klukkaður! 😉
  þetta er á leiðinni!

 6. deibpia

  hehe…
  ég sleit keðjuna… ég “klukkaði” ekki neinn. :-þ

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s