Þetta var heldur…

… betur viðburðaríkur dagur hjá Krílinu í dag. Hún fór í fyrsta skipti í bað og líkaði það mjög vel. Virtist njóta sín í vatninu og það heyrðist ekki í henni fyrr en hún var tekin uppúr, þá kom smá gól. Og stóra systir valdi á hana kjól til að klæða hana í eftir baðið. Valdi fallegan bláan kjól sem að hún átti sjálf þegar hún var svona lítil. Gaf litlu systur hann í dag og var ofsalega stollt að geta gefið barninu eitthvað sem að hún gekk sjálf í og notaði.

Image hosted by Photobucket.com

Svo kom Kristín ljósmóðir hingað seinni partinn og kenndi okkur að nudda hana. Henni virtist líka það ofsalega vel. Fannst þetta greinilega eitthvað pínulítið skrítið fyrst og gólaði eitthvað, en svo fannst henni þetta bara notalegt, sérstaklega að láta nudda á sér iljarnar.

Nudd og bað. Ekki slæmur dagur í Krílalandi.

Ég byrjaði að sauma jólasokk handa Sumarrós í gær. Þetta er verkefni sem að er búið að vera lengi á listanum, aðal vandamálið var eiginlega bara að velja hvernig sokkurinn átti að vera.
En ég ákvað að leyfa henni bara að velja á milli þeirra munstra sem að ég á hérna heima og þessi hér varð fyrir valinu. Ég verð nú bara að segja það að hún hefði ekki getað valið betur þar sem að þessi litla stelpa sem að er á sokknum minnir mig alveg svakalega á Sumarrós þegar hún var minni. Já, ég er að spá í að sauma aðeins á meðan Krílið sefur.

6 Comments

Filed under Uncategorized

6 responses to “Þetta var heldur…

 1. María

  Ægilega er hún fallegt barn.

  Kveðja Maja

 2. deibpia

  Það er ekki slæmt að láta dekra svona við sig! ;o)
  Og ekki verra að eiga svona góða stóra systur.
  Æðislegur jólasokkurinn sem Sumarrós valdi.
  *knús* til ykkar allra.

 3. Sonja

  Gaman að sjá hana með opin augu 🙂 Ef ég væri ekki nýbúin að koma með eina þá væri ég örugglega á leiðinni með aðra eftir að sjá þessar myndir. lol

  Hún líka heppin að eiga svona umhyggjusama stóru systur.

  Knús til ykkar allra.

 4. Rósa

  Hún er yndisleg og stóra systir er augljóslega mjög hugulsöm og góð. 🙂

 5. Asdis

  Hún er svo sæt, litlan daman. Og frábært fyrir hana að eiga svona góða stóra systur sem vill allt fyrir hana gera! Ég verð að passa mig, er að reyna að sannfæra mig um það að ég vilji ekki eitt í viðbót… Allavega ekki núna, þar sem ég er búin að plana ferð svo marga mánuði fram í tímann!!

 6. hafrún ásta

  Svo mannaleg. Þarf að sýna Sigga þessa mynd kannski honum langi þá í eitt enn. Allavega klinkir pínu í frúnni núna þegar klúbburinn er að koma með hverja krúsidúlluna á fætur annari.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s