Píningar eru þetta!!!

Í dag fórum við í endurkomu á Barnaspítala Hringsins. Kríli var 3625gr þegar hún fæddist og mælist nú 3685gr! Mikil gleði þar á bæ og virðast Mjólkurbú Lindumanna starfa eins vel og mögulegt er. Sem að er auðvitað hið besta mál. Og barnalækninum leist ofsalega vel á hana og gaf henni 10 í einkunn.

Svo þegar við komum heim kom Kristín ljósmóðir og þurfti að taka blóð úr hælnum á Krílinu. Ekki varð Krílið sátt við það, en var fljót að jafna sig þegar pabbi hennar tók hana í fangið og knúsaði hana eftir átökin. Engar meiri píningar fyrr en kemur að 3ja mánaða sprautunni.

Annars er ég í leit að baði fyrir hana. Ég átti svona Tummy Tub fyrir Sumarrós, en þegar ég og pabbi hennar slitum samvistum þá varð það líklega eftir hjá honum (enda hún hætt að nota það þá) og hann veit ekkert hvar það er núna. Hefur líklegast tapast í einhverjum flutningunum.
Mig langar í svona bala aftur. Það er svo þægilegt að baða litla kroppa í þessu. Þessi böð fengust í Þumallínu, en ég var þar í dag og þau eru búin þar og hún átti ekki von á fleirrum. En ætlaði að grennslast um fyrir mig og láta mig vita ef hún gæti nálgast eitt svona handa mér einhversstaðar. Þannig að ef einhver hefur séð þetta ENDILEGA láta mig vita hvar!

6 Comments

Filed under Uncategorized

6 responses to “Píningar eru þetta!!!

 1. deibpia

  http://fifa.is/item.php?item=342
  er þetta það sem þú ert að leita af?

 2. Litla Skvís

  Rósa!!!! Þú ert snillingur! SNILLINGUR! Nú veit ég hvert ég fer á morgun! 😀

 3. deibpia

  hehe… ég þakka!!! :þ

 4. Hafrún ásta

  Ok ég ætlaði að segja ða vinkona mín á svona og væri örugglega til í að láta hann fyrir lítið en hey þú ert búin að finna þetta.

 5. Björg

  Ég ætlaði einmitt líka að segja að ég hefði séð þetta í Baby Sam í vor :).

 6. Dagný Ásta

  ég ætlaði einmitt að bjóðast til þess að kaupa og senda þér frá DK ef ég sæji þetta 🙂
  en frábært að þessu hefur verið reddað:D

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s