Kjötsúpa!

Við fengum okkur kjötsúpu í gær, a la mamma mín. Mikið rosalega var hún góð!!! Ég hef ekki fengið kjötsúpu í ár og aldir og borðaði gjörsamlega á mig gat! Nammi nammi namm!

Um kvöldið komu svo stelpurnar, Anna Sigga og Mónika en Guffa komst ekki því að hún var að fara til London snemma í morgun. En það var afskaplega notalegt að fá stelpurnar mínar til mín, ég er búin að sakna þeirra svolítið. Ég var nefnilega ekkert afskaplega sósíal svona í restina á meðgöngunni og var ekki mikið að fara út að hitta fólk eða bjóða fólki heim.

Svo var UFO dagur í gær og ég tek mér það leyfi að framlengja honum til dagsins í dag þar sem að ég náði ekki að vera eins dugleg og ég hafði vonað í gær.
Sá sem að var duglegastur var Mio… Hann var á fullu inná baði í gær og sturtan okkar er alveg að komast í gang! Hann á eiginlega bara eftir að setja skilrúmið á sturtubotninn og þá getum við vígt sturtuna! Mig hlakkar ekkert smá til!!!!!

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Kjötsúpa!

  1. bjoggi

    Æææ.. minns langar í kjötsúpu!!
    Engin kjötsúpa í Deutschland 😥

  2. hafrún ásta

    Go Míó, ÉG plana að kíkja til þín þegar ég skána af þessu kvefi og þessum asskotans hósta. Nágrannarnir halda örugglega að við séum búin að fá okkur hund og fara eflaust að kvarta yfir látunum í honum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s