Sturtan okkar…

… er besta sturta EVER!!!!!!!! Hún var vígð við formlega athöfn í fyrradag af sturtumeistaranum sjálfum. Ég vissi nú alveg að ég ætti handlaginn mann, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Hann virkilega toppaði sig með þessu baðherbergi. Svo setti hann upp vaskinn í gær, smíðaði undir hann borð og svona. Ekki alveg tilbúið reyndar, en það er amk hægt að þvo sér um hendur og bursta tennur núna. Þvílíkur munur!!! En já, sturtan er geeeðveik! Langar bara að vera þar alltaf.

Ég bauð saumaklúbbnum mínum heim á morgun. Mio er að vinna í upptökum allann daginn og líklega framá kvöld svo að ég ákvað að nota tækifærið og bjóða skvísunum mínum heim. Sumarrós verður líka hérna á meðan pabbi hennar er að vinna.

Mio fór í vinnuna í dag, í fyrsta skiptið síðan Krílið fæddist. Hann ætlaði ekki að geta farið útúr dyrunum. Greyið, ég skil hann svo vel. Það er svo erfitt að fara frá þeim svona pínu litlum. En hann er búin að vera í burtu í einn og hálfan tíma og hefur ekki ennþá hringt. Ég sem að hélt að hann mundi hringja eftir hámark 20 mínútur og tékka á okkur ;o)

*YOUR BABY IS FINE* mwahahahha!!! Horfir einhver á Little Britain?

Jæja.. ætla að halda áfram að sauma í jólasokkinn hennar Sumarrósar. Er alveg dottin í það verkefni!

10 Comments

Filed under Uncategorized

10 responses to “Sturtan okkar…

 1. Sveina

  Til hamignju með nýja baðherbergið…hlakka til að koma að skoða það og prinsessuna á morgun:)

 2. Ágústa

  Gott að þú ert ánægð með sturtuna, Mio er nú ekki neitt smá handlaginn að gera þetta.
  Ég verð sjálfsagt að koma og skoða krílið og baðið seinna bara útaf hálsbólgunni.

 3. Anonymous

  Er þessi sturta nokkuð frá sturta.is?

  Sonja R.

 4. Litla Skvís

  Sveina: Hlakka til að sjá þig líka 🙂

  Ágústa: Æji eru allir veikur 😦 Það er ekkert gaman! Láttu þér batna fljótt!

  Sonja: Ó nei, ekki þessi. Þessi er home-mada a la Mio!

 5. Skvizan

  Ég kem örugglega ef ég fer ekki austur á land í RÉTTIR. Ætla hugsa málið í kvöld. Á oft rosalega erfitt með að taka auðveldar ákvarðanir, hehe.

  Gaman væri nú að sjá Prinsessuna og Fallega heimilið þitt:)
  Sjáumst kannsi…Lára

 6. Rósa

  Til hamingju með baðherbergið 🙂 Alltaf gott að fara í góða sturtu, sko!

  Og til að svara spurningunni þinni, já ég horfi á Little Britain! Gerði mig að fífli í giftingunni sem ég fór í í sumar því enginn annar þar hafði séð þá og ég var að koma með setningar úr þeim allt kvöldið.. Nú heldur tenglsafólk vinkonu minnar að hún eigi kolruglaða vini.. En, já, ég elska Little Britain meira en hollt gæti talist. Á seríu 2 í tölvunni og er kannski búin að horfa aðeins of mikið á hana.. (Computer says no… ) Bara snilld!! Þarf að redda mér fyrstu seríunni 🙂

  Sorrí fyrir langt comment en það er ekki oft sem ég finn einhvern sem hefur gaman af Little Britain 😀

 7. Litla Skvís

  Lára: Endilega kíktu ef þú ferð ekki í réttir. Ég verð samt að segja fyrir mitt leyti, að ég mundi velja réttirnar 😀 Hef ekki farið í réttir alltof lengi!

  Rósa: YES!!! Annar Little Britain aðdáandi!!! Þessir þættir redduðu okkur alveg á spítalanum þegar ég var í gangsetningunni og ekkert var að gerast. Computer says no! LOL!
  Snilld og ekkert nema snilld! Við erum með einhvern helling af þessu á harða disknum okkar (einum af ég veit ekki hvað mörgum) og eigum von á meiru þegar Kiddi bróðir hans Mio kemur frá Englandi um mánaðarmótin (ásamt stóru Sewandso.co.uk pöntuninni minni!!!!) Woohoo!

 8. Skvizan

  Réttirnar verða bíða betri tíma. Fjölskyldan fór í morgun án þess að ath.hvort ég ætlaði með:( Ég kíki til þín uppúr hádegi og fer svo sem fulltrúi fjölskyldunnar í afmæli til ömmu minnar en hún heldur kaffiboð í dag.
  Sjáumst í dag……

 9. hafrún ásta

  Mig langar svo til þín en vil hvorki smita þig nei litlu sæt.

 10. Sonja

  Sá sturtuna og hún er bara æði. Draumasturtan.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s