Klukk, aftur!

Ég hef verið klukkuð nokkrum sinnum aftur, svo að ég hlýði bara og kem með aðrar 5 gangslausar upplýsingar um mig.

1. Ég horfi ekki mikið á sjónvarp en aftur á móti söfnum við hjónaleysin helling af skemmtiefni. Við eigum nokkrar Simpsons seríur, alla Desperate Housewifes þættina ásamt Lost, eitthvað af Twin Peaks, Sex and The City allar seríurnar, Futurama, Family Guy og fleira og fleira.

2. Þegar ég var lítil og það var sagt í veðurfréttunum að það yrði skýjað á köflum, þá hélt ég að himininn yrði köflóttur.

3. Ég trúi ekki á Guð.

4. Eitt af því skemmtilegasta sem að ég geri er að fara í leikhús. Verst hvað ég geri lítið af því en það hefur þó aukist. Enda er tengdamamma mín framkvæmdarstjóri Bandalags Íslenskra Leikfélaga og hún býður manni oft með sér í leikhús.

5. Ég þoli ekki að versla. Það er bara tvennt sem að mér finnst gaman að kaupa, og það er tónlist og bækur. Ég hata að versla föt, mat, skó og slíkt.

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Klukk, aftur!

  1. Ágústa

    Hmmm ertu ekki að gleyma einhverju, er ekki gaman að versla saumadót lika 😉

  2. Sonja

    nr. 4 – öfund, öfund, öfund

    nr. 5 – hvað með að versla saumadót 😮 í hvorn flokkinn fellur það?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s