Veikindi…

… hér á bæ.

Sumarrós vaknaði í morgun með hita og svo er henni eitthvað illt í mjöðminni. Skil það ekki alveg því að hún segist ekki hafa fengið neitt högg eða dottið eða neitt slíkt. En hún er samt smá hölt og á erfitt með að labba um. Virðist samt vera aðeins betra núna en þegar hún vaknaði. Vonandi lagast þetta bara að sjálfu sér í dag. En hún er ferlega slöpp litla greyið.

Krílið er nokkuð sprækt samt. Sefur bara og drekkur til skiptis. Hún var með smá pirring í öðru auganu í gær, svona stýrur og það lak aðeins úr því, en ég held að ég hafi náð því öllu í burtu með því að hreinsa augað reglulega yfir daginn með soðnu vatni. Augað lítur amk miklu betur út í dag en í gær.

Annars er ég þreytt. Sofnaði ekki fyrr en að ganga 3 í nótt og var vöknuð kl.7 í morgun með veiku stelpunni minni. Er núna búin að koma henni fyrir inní stofu og hún er að horfa á Shark Tale á meðan ég borða kornflex.

Við Mio horfðum á Crash í gærkvöldi. Hún er rosaleg. Mæli hiklaust með henni. Mæli líka með City of God fyrir þá sem að hafa ekki ennþá séð það meistaraverk. En hún var einmitt á RÚV á sunnudagskvöldið.

4 Comments

Filed under Uncategorized

4 responses to “Veikindi…

 1. Skvizan

  Er sammála þér með Crash.. hún er þrælgóð!!!!

  Sendi BataKveðjur

 2. Sonja

  Ef krílið fær svona gröft í augað eða sýkingu þá er mjög gott að setja brjóstamjólk (áttu ekki svoleiðis, he he) í augað. Hún er svo græðandi, það lagast um leið og svo virkar það líka vel á exem.

 3. hafrún ásta

  Vonandi líður Sumarrós betur fljótt. Heiðmar Máni fékk svona gröft og það kom alltaf annað slagið en ég notaði soðið vatn á það eins og þú og þá fór það alltaf í bili.

 4. Ágústa

  Sendi knús til Sumarrósar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s