Heimahjúkkan…

… frá heilsugæslunni kom hérna áðan að kíkja á Krílið. Hún dafnar vel litla gullið. Núna er hún 3950 grömm en var 3685 þegar hún var 5 daga gömul. Þyngist eðlilega og dafnar vel. Höfuðmálið er núna 37,5cm en var 36cm við fæðingu. Þannig að allt er í góðum málum í Krílalandi.

Sumarrós er ennþá heima. Er með nokkrar kommur en líður töluvert betur en í gær. Ég aftur á móti er með alveg hrikalegan hausverk :-/ Ætla að taka eina íbúfen og koma mér fyrir í sófanum með saumadótið og athuga hvort að þetta hverfi ekki bara. Og ef ég fæ Sumarrós til að leggja sig þá legg ég mig bara með henni.

Þá er það bara spurning um hvað ég eigi að sauma. Hvort að ég eigi að vinna í Leyni SAL 3, Michael Powell kofunum eða Fairy Grandmother. Úff… ákvarðanir, ákvarðanir!

3 Comments

Filed under Uncategorized

3 responses to “Heimahjúkkan…

  1. Hrönn

    Æ, nei, ekki segja að þú sért að fá það sem þær hérna í vinnunni hjá mér kalla pest dauðans (ástæðan er að allir sem fá snert leggjast). Byrjar með hausverk og hita. Vona ekki. Vona þess í stað þú komist fljótt á kreik og litla daman þín hún Sumarrós komist út að leika á helginni. Gaman að heyra hvað þessi litla (yngsta) dafnar vel.

  2. hafrún ásta

    Láttu mig vita hef lagst á föstudögum eftir að þrauka vikuna. Er enn alveg ónýt búina ð vera með hausverk og hafði enga orku í gærkvöldi ekki einu sinni til að sauma.

  3. deibpia

    æji.. ég vona að þér líði betur í dag skvíz!
    Annars er þetta glæsileg skoðun hjá krílinu… hún er greinilega dugleg á spenanum 😉

Leave a reply to Hrönn Cancel reply