Urrrrrrrrrrrr!!!

Ég þoli ekki þegar það er illa farið með falleg lög. Sérstaklega ekki lög eins Hallelujah með Jeff Buckley.

Það var kveikt á þeim vonda þætti LAX á meðan ég var að brjóta saman þvott, setja utan um sængur og slíkt, og í bláendan kemur þetta dásamlega lag í þessum vonda þætti! Gerir mig bara reiða sko. Ef ég hef heyrt rétt, þá á móðir hans Jeff eignarétt á öllum hans verkum. Og það að hún skuli dirfast að selja lögin hans til svona notkunar er algjörlega fyrir neðan allar hellur finnst mér!

Oj hvað ég er reið útaf þessu!

Ætla að sauma það frá mér… Krílið var vakandi í rúma 4 klukkutíma og á spenanum mest allan tímann svo að ég er eiginlega ekkert búin að ná að sauma. Ætla hér með að bæta úr því. Best að stinga eins og eitt stykki hana!

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Urrrrrrrrrrrr!!!

  1. hafrún ásta

    Anda inn, anda út hehe já misnotkun og lélegar endurgerðir á lögum er manni óskiljanlegt oft. Maður verður bara að sauma sig niður á eftir hehe.

  2. Ágústa

    Ömurlegt bara, þoli ekki þegar góð lög eru eyðilögð. Það versta er samt þegar maður þarf að hlusta á þetta misnotaði í auglýsingum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s