7 Hlutir

Já, meira klukk, svo að ég hlýði. Þetta er samt öðruvísi en hitt klukkeríið.

1. 7 hlutir sem að ég vil gera áður en ég dey:

 • Sjá stelpurnar mínar verða fullorðnar
 • Læra amk eitt annað tungumál
 • Ferðast meira (Perú, Kína, Tíbet, Japan, Brasilía ofl. ofl.)
 • Læra meira
 • Tala inná teiknimynd
 • Gera myndbandið sem að er fast í hausnum á mér
 • Pressa vínber með tásunum

2. 7 hlutir sem að ég get

 • Eldað góðan mat
 • Bakað
 • Saumað út
 • Dansað
 • Snúið við á mér tungunni til beggja átta
 • Er voða góð í að skipuleggja hluti
 • Séð góðu hliðarnar á flestu

3. 7 hlutir sem að ég get ekki gert

 • Legið í leti lengi
 • Borðað flestan þorramat
 • Nagað á mér táneglurnar
 • Logið (ég er versti lygari í heimi!)
 • Hatað einhvern
 • Snert á mér tærnar þegar ég stend
 • Lamið fólk

4. 7 atriði sem að heilla mig við hitt kynið

 • Húmor
 • Bros
 • Hendur
 • Hvernig fólk hreyfir/ber sig
 • Sjálfsöryggi
 • Gáfur
 • Heiðarleiki

5. 7 frægir sem að heilla

 • Brad Pitt
 • Johnny Deep
 • Angelina Jolie
 • Ryan Gosling
 • Jennifer Connelly
 • Orlando Bloom (en bara sem Legolas)
 • Viggo Mortensen

6. 7 orð sem að ég segi oftast

 • Heyrðu!
 • Nei
 • OK
 • Sumarrós
 • Mio
 • Kríli

Ég klukka Erlu Rokk, Emmu, Ágústu, Ásdísi og svo bara gera þeir þetta sem að vilja 🙂

4 Comments

Filed under Uncategorized

4 responses to “7 Hlutir

 1. Anonymous

  Ég hjó eftir því í síðustu upptalningunni yfir orð sem þú notar oftast að það vantar MH (sagt með kokinu með lokaðan munn), sem er algjörlega uppáhalds orð ykkar mæðgna, Krílið bætist örugglega í hópinn fljótlega!

  Annars gaman að hafa uppgötvað bloggið þitt Linda mín (gegnum síðuna hennar Siggu Láru), því þótt ég búi í sama húsi og þú fer greinilega margt fram hjá mér sem gerist á neðri hæðinni!

  Kossar og knús til stelpnanna,
  tengdó.

 2. Anonymous

  ég tók klukkinu þínu en ég átti erfitt með að copyera ekki bara listann þinn yfir frægt fólk sem heillar: it’s just the same!!! en ég reyndi aðeins að breyta 😉 ryan gosling er gvuuuuðdómlegur…notebook!! ;D
  erla

 3. hafrún ásta

  Ég hugsaði einmitt um Angelinu Jolie en ákvað að sleppa henni og setja bara stráka svo Sean Connery fór inn í staðinn

 4. Hrönn

  Ég tek á mig alla ábyrgð að koma þessu af stað. Var ekki viss hvort einhver myndi nenna að standa í að svar þessu öllu, en mér persónulega fannst þetta vera svolítið sniðugt. Fannst þetta verða til að vekja upp hugsanir um mann sjálfan sem ekki höfðu komið upp áður.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s