Monthly Archives: October 2005

Nú verður sko aftur gaman…

… á mánudagskvöldum! Six Feet Under var að byrja aftur í kvöld. Vá hvað ég er búin að sakna þessara þátta! Og greinilega tengdó líka því að þegar hún kom niður til að leika við Karítas í dag þá minntist hún einmitt á þetta að hún væri rosalega ánægð að þessir þættir væru loksins að byrja aftur. Og sem betur fer, því að annars hefði ég örugglega gleymt því að horfa á þáttinn í kvöld.

Er búin að vera að sauma aðeins í dag og er alveg að verða búin með þennan jólavettling. Byrjaði á honum á laugardaginn og þetta bara skotgengur, enda fljótsaumað.

Á morgun er 6 vikna skoðun hjá Karítas. Ég hlakka til að sjá hvað hún er búin að þyngjast og lengjast mikið því að mér finnst ég heyra barnið stækka í fanginu á mér. Er búin að vera að reyna að finna pásu-takkann á henni, en hún virðist ekki vera með einn slíkan. Jæja, ætli hún verði þá ekki bara að fá að stækka í friði.

En ég er farin að reyna að klára jólavettlinginn. Svo ætlum við Mio að horfa á Batman Begins! Woohoo!

4 Comments

Filed under Uncategorized

Góð helgi…

… að baki. Og ég er þreytt.

Saumaði slatta, þreif slatta, borðaði góðan mat og slappaði af.

Farin í bælið.

3 Comments

Filed under Uncategorized

Mamma mín…

… er snillingur og rúmlega það!

Við fórum í gær að verlsa efni og snúru í jólasokkinn hennar Sumarrósar og núna kemur hún með fullkláraðan sokk til okkar!

Sjáið bara hvað hann er geggjaður!

Image hosted by Photobucket.com

Ég og mamma erum gott teymi. Það er sko alveg á hreinu!

11 Comments

Filed under Uncategorized

Halló, halló!!!

Hver bað um þennan snjó og þetta veður????????????

Vill sá/sú hin sami/sama vinsamlegast gefa sig fram við mig!

Djöfulsins ógeð er þetta!

6 Comments

Filed under Uncategorized

Smá þreyta…

… í gangi hér á bæ.

Ég var að setja upp leiki fyrir saumaklúbbinn minn í gær (eiginlega í nótt) og í staðinn fyrir að skrifa 10.nóvember skrifaði ég 1.desember. Og í staðinn fyrir 1.desember 2005 skrifaði ég 2006! LOL! Talandi um að vera tímanlega í því! En það er amk leiðrétt núna.

Jólaskraut – skráning fyrir 10.nóvember
Jólavinur – skráning fyrir 1.desember 2005!

Er að fara með mömmu í Bóthildi að velja efni til að klára jólasokkinn hennar Sumarrósar. Ég er að láta mig dreyma um að geta gert jólasokk handa annað hvort Mio eða Karítas líka fyrir þessi jól, en ég held að það sé fullmikil bjartsýni. Það er nefnilega heldur betur meiri saumaskapur í sokkunum sem að mig langar að gera handa þeim en þessum sem að Sumarrós valdi sér.

Hérna er sá sem að mig langar að gera handa Mio.
Og þessi eða einn annar sem að kemur til greina handa Karítas. Finn bara ekki mynd af honum á netinu núna. En hann er í sama stíl og sokkarnir okkar Mio, nema það er svona stelpuherbergi, ferlega sætt.
Svo er á dagskránni, einhverntíman í framtíðinni að gera þennan handa mér.

Jæja, ég ætla að fara að taka mig til og athuga svo hvort að hún Karítas vilji vakna.

3 Comments

Filed under Uncategorized

Mikið óguðlega…

… er kalt úti!!!

Við Karítas fórum í labbitúr út á pósthús og ég hélt í alvöru að ég mundi deyja, eða amk puttarnir mínir! Brrrr.

Fór líka í Nóatún og keypti í matinn. Ætla að elda lasagne með helling af hvítlauk í kvöldmat handa okkur og tengdó. Mér finnst lasagne vera ekta matur sem að maður borðar á svona köldum dögum. Og gúllassúpan hennar tengdó, hún er æði!

Tvær myndir í dag.
Fyrst af sætu systrunum:

Image hosted by Photobucket.com

Og svo spes handa Ágústu:

Image hosted by Photobucket.com
Tékkið á hanakambnum! All natural! Þetta er sko eðal-pönkarabarn!
Jæja best að fá sér smá að borða og byrja svo að elda. Freistaðist aftur til að kaupa oreo kex með hvítu súkkulaði. Ég ætla EKKI að segja ykkur hvað ég er búin að borða marga pakka af þessu undanfarna daga!

7 Comments

Filed under Uncategorized

Af því að ég…

… hef ekkert að skrifa um, þá tek ég klukkinu frá Rósu minni ;o)
Núverandi tími: 22.59
núverandi föt: my skinny pants (gallbuxur sem að ég var að komast í aftur vúhú), grænn bolur og svört hneppt peysa.
núverandi skap: pínu sybbin en langar að sauma smá áður en ég skríð á háttinn
núverandi hár: slegið, ljóst og þarfnast klippingar
núverandi pirringur: ég er óvenju lítið pirruð akkúrat núna
núverandi lykt: angel, eins og alltaf
núverandi hlutur sem þú ættir að vera gera: ég á ekki að vera að gera neitt nema ég vilji það
núverandi skartgripur: enginn, ég er nánast aldrei með skartgripi
núverandi áhyggjur: hvort að Sumarrós sé aftur komin með blöðrubólgu :-/
núverandi löngun : oreo kex með hvítu súkkulaði!!!!
núverandi ósk: silkigarn til að sauma út með *slef*
núverandi farði: maskari
núverandi eftirsjá: ég sé ekki eftir neinu, ég reyni frekar að læra af mistökunum
núverandi vonbrigði: engin, ég er svo glöð eitthvað
núverandi skemmtun: familían og saumaskapurinn
núverandi ást: familían mín
núverandi staður: heima, uppí sófa
núverandi bók: Harry Potter and the Goblet of Fire
núverandi biomynd: eh? er þá verið að meina uppáhalds? Lord Of The Rings, allar þrjár.
núverandi íþrótt: flokkast krosssaumur undir íþrótt????? já, ef maður saumar nógu hratt!núverandi tónlist: var að hlusta á demo frá Reykjavík! í dag sem að hljómaði vel.
núverandi lag á heilanum: Horfðu á björtu hliðarnar – Sverrir Stormsker
núverandi blótsyrði: Helvíti
núverandi msn manneskja: ég hef ekki farið inná memmesenn í maaarga daga
núverandi desktop mynd: þessi
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: sauma og lesa svo Harry Potter fyrir svefninn
núverandi manneskja sem ég er að forðast: Enginn held ég bara.
núverandi hlutir á veggnum: Myndasería sem að ég tók af Sumarrós inní sængurveri frá því að hún var 3ja ára.

Ég klukka þá sem að klukkaðir vilja vera.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Ég kláraði…

… jólasokkinn hennar Sumarrósar í dag!

Image hosted by Photobucket.com

Hún er ekkert smá sátt við hann og kyssti mig og knúsaði alveg í köku. Svo gaman að gleðja þetta litla krútt. Núna þarf ég bara að láta mömmu fá hann því að hún ætlar að gera alvöru sokk úr honum. Ég og saumavélar eigum ekki saman svo að slík verk læt ég í hendur móður minnar ;o)

Svo er hérna ein mynd af Karítas Árný á spjallinu við pabba sinn í fyrradag. Hún er farin að hjala alveg helling og sat hérna í fanginu á Mio og babblaði og babblaði! Bara að maður skildi hvað þau væru að segja!

Image hosted by Photobucket.com

Og ein af mér og Karítas, bara svona að gamni 😀

Image hosted by Photobucket.com

13 Comments

Filed under Uncategorized

Ég var að koma heim…

… af BAR!!!! Hahaha, mér finnst það fyndið. Hef ekki farið á bar í marga mánuði. Fór reyndar á Kaffibarinn í svona hálftíma á 17.júní en ég man hreinlega ekki hvenær ég fór síðast á bar fyrir utan það skipti!

Var á Sirkus. Það var lokakvöld Airwaves og Ben, Nico og Valgeir voru að spila. Skaust bara í smástund en það var skrítið og skemmtilegt að fara aðeins svona út. Hitti líka fólk sem að ég hef ekki hitt lengi eins og Nalda og Gústa og Hauk. Very nice.

Er búin að vera dugleg að sauma í jólasokknum hennar Sumarrósar um helgina. Næ vonandi að klára hann áður en hún kemur heim á morgun. Á bara eftir að festa á hann perlurnar og laufblöðin efst á sokknum.

2 Comments

Filed under Uncategorized

Fór í góðann…

… labbitúr niðrí bæ áðan. Pakkaði Karítas í hlý föt og ofaní vagninn og við röltum af stað. Ég ætlaði upphaflega að kíkja á Starra, en hann var ekki heima svo að ég fer bara til hans seinna. Þarf að sýna honum nýja erfingjann.

Svo að ég hringdi í Mio og þá voru hann, Ben, Valgeir, Jo og Steve að borða/funda á Hressó svo að við löbbuðum þangað og kíktum á þau. Svo fóru þau á annan fund á 101 svo að við Karítas löbbuðum áfram upp Laugaveginn. Stoppaði í Sandholts bakaríi og keypti mér gúmmulaði.

Á eftir er lundaveisla hér á efri hæðinni. Tengdó, ég, Mio, Karítas, Valgeir, Hrönn, Lára, Steve, Jo og Ben ætlum að gæða okkur á lunda a la tengdó. Nammi namm. Ég elska lunda!

Ég er alveg á því að það eru góð gen í henni Karítas, eins og í Sumarrós. Sumarrós hætti að vakna á nóttunni þegar hún var um 6 vikna gömul. Og í nótt svaf Karítas frá miðnætti til hálf níu í morgun, vaknaði til að fá sér að drekka og sofnaði aftur og ég vakti hana rétt rúmlega 12 í dag. Ótrúlega góð alveg.

Og Sumarrós missti tönn nr.2 í gær. Hringdi og lét mig vita að ef Tannálfurinn kæmi hingað, að ég ætti að senda hann heim til pabba hennar.

Langar að sjá giggið hjá Ben og Valgeiri á eftir….. ég vona að einhver taki það upp svo að ég geti heyrt það bara einhverntíman seinna.

3 Comments

Filed under Uncategorized

Ó vá!

Þvílíkur dagur! Á góðan hátt sko!

Ágústa kíkti til mín með góssið sem að hún verslaði á handavinnusýningunni í London. Geggjað! Maður þarf að komast á svona sýningu, það er sko alveg greinilegt! Hún verslaði Mill Hill vörur fyrir mig. 3 kit og 3 svona vettlinga eins og ég gerði um daginn. Svo keypti ég af henni alveg geðveik efni líka. Annað er svona brúnleitt, skýjað. Hitt er hvítt með svona glitþræði ofið í, svokallað opalescent. Bæði hör, að sjálfsögðu. Svo kom hún færandi hendi með gjafir bæði fyrir Sumarrós og Karítas. Æðislegan náttkjól handa Sumarrós og dress handa Karítas. Þær verða ekkert smá sætar systurnar.

Svo kom Hafrún líka með strákana sína Hafstein og Heiðmar. Svo langt síðan að ég hafði séð Heiðmar, nema bara sofnandi þegar ég kem til Hafrúnar í saumó, ekki alveg að marka það ;o) Hafsteinn klappaði mér reglulega á bumbuna og var alsæll að fá að sjá hvað var inní þessari bumbu. Virkaði mjög hrifinn af Karítas svo að það er spurning hvort að hann nái að sannfæra foreldra sína um að leggja í eins og eina systur eða svo ;o) Hafrún kom líka heldur betur færandi hendi. Kom með drekamunstur handa mér, dress á Karítas, bol handa Sumarrós og baðbombur, eina handa mér og eina handa Mio. Mikið verður Mio ánægður, hann er nefnilega ekki búinn að fá neina pakka, á meðan við stelpurnar höfum fengið vænan skammt og rúmlega það.

Takk stelpur fyrir komuna og gjafirnar. Við erum ofsalega þakklát!

Núna ætla ég að sauma nokkur spor á meðan Karítas sefur.

4 Comments

Filed under Uncategorized

Ég fór í…

… heimsók til elsku Rósu minnar í dag. Mikið var það gott! Ég þurfti sko alveg innilega á því að halda að komast aðeins útúr húsi og í kontakt við aðra saumakonu!
Fór með góssið til hennar sem að ég pantaði fyrir hana á sewandso.co.uk um daginn með minni pöntun. Og föt fyrir Sóley Birtu sem að voru orðin alltof lítil á Karítas. Rosalega skrítið að sjá muninn á Sóley Birtu og Karítas, Karítas virkar eins og einhver risi við hliðina á henni hehe.

En þetta var æðislegt og ég þakka innilega fyrir mig! Ætla að kíkja aftur MJÖG fljótlega!

Annars er Airwaves að byrja… oooh, mig langar á Airwaves! Svo mikið sem að mig langar að sjá! En þó svo að ég og Mio mundum skipta þessu eitthvað á milli held ég að ég mundi ekki alveg njóta mín. Mömmugenin á overdrive og svona. Svo þurfa mjólkurbúin líka að vera til staðar alltaf. En Steve og Jo koma frá Englandi sem að er æði! Hlakka til að hitta Jo aftur, sá hana síðast á Airwaves í fyrra en Steve kom hérna á 17.júní, hlakka samt alveg til að sjá hann, en hlakka meira til að sjá Jo. Og sýna henni Karítas og heimilið okkar og svona.

Airwaves þýðir líka það að Mio verður lítið heima framá sunnudag. Plögg plögg, vinna vinna, bissness bissness, tónleikar tónleikar, hljóðmannast etc. Sem að er auðvitað æði, en við eigum eftir að sakna hans (og ég öfundast útí hann hehe). Ég sendi hann bara út með minidiskinn og myndavélina og fæ mitt eigið Airwaves heima í stofu þegar hann kemur heim á kvöldin/nóttunni.

Eitt enn. TAKK DÍSA FYRIR DÚLLU SOKKASKÓNNA SEM AÐ ÞÚ SENDIR KARÍTAS!!!!
Mig vantar að þú nefnir drenginn þinn til að ég geti fullkomnað gjöfina sem að ég er að gera handa honum ;o)

5 Comments

Filed under Uncategorized

Framhald af síðasta pósti…

Wannabee Butterflies
Plastic Snap Frames 6″x6″
From The Sewing Room Charms
L&L Fairy Dreams (ásamt perlum og Kreinik þráðum sem að eiga að fara í þessa mynd)

Úje!

8 Comments

Filed under Uncategorized

Ég veit…

… að saumakonurnar sem að lesa mig eiga eftir að fíla þetta, enda nokkrar búnar að spurja mig ;o)

Hvaða saumadót fékk ég í dag?

Christmas Gold
Hardanger Wreath
Boquet
Dragonfly Scissor Purse Chartpack and Dragonfly Charm
4 Wishes Chart and Embellishment Pack

Witch Way
Newton’s Law Height Chart

Úje!

Framhald í næsta pósti því að blogger leyfir mér ekki að setja inn fleiri linka!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Ú beibí!!!!!

Var að koma heim af flugvellinum. Fékk heila ferðatösku af fötum!!!! Og er ógeðslega ánægð með það allt! Geðveika vetrarkápu, langar að búa í henni. Æðislega peysu sem að ég er í. Tvo boli og eina svona mussu einhvernveginn… ekki skyrta, ekki bolur og ekki peysa, þannig að já, mussa skal það kallast :o) Er súper happí!!!!!!!!

Og svo fékk ég auðvitað RISASTÓRANN kassa fullan af saumadótir!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Tölurnar fyrir Leyni SAL 2 (loksins loksins). En það voru ekki allar til svo að þegar restin kemur til þeirra verða þær sendar til Kidda í Englandi, vonandi í þessari viku. Hann kemur svo með þetta heim í næsta fríi sem að er um mánaðarmótin.

Svo fékk ég helling af öðru dóti. Newton, Victoria Sampler, L&L Fairy Dreams, Just Nan, Kreinik þræði, perlur, charms… úlalala það eru sko jólin hjá mér núna 😀

En það var auðvitað best að fá Mio heim :o) Og tengdó.. húsið er búið að vera mjög einmannalegt án þeirra.

Og Karítas svaf eins og engill í nótt. Sofnaði kl.11 og vaknaði kl.7 í morgun til að fá sér smá að drekka og sofnaði svo aftur strax. Draumabarn!

En ég er farin að leika mér með nýja dótið mitt!!!

5 Comments

Filed under Uncategorized