Monthly Archives: October 2005

Nú verður sko aftur gaman…

… á mánudagskvöldum! Six Feet Under var að byrja aftur í kvöld. Vá hvað ég er búin að sakna þessara þátta! Og greinilega tengdó líka því að þegar hún kom niður til að leika við Karítas í dag þá minntist hún einmitt á þetta að hún væri rosalega ánægð að þessir þættir væru loksins að byrja aftur. Og sem betur fer, því að annars hefði ég örugglega gleymt því að horfa á þáttinn í kvöld.

Er búin að vera að sauma aðeins í dag og er alveg að verða búin með þennan jólavettling. Byrjaði á honum á laugardaginn og þetta bara skotgengur, enda fljótsaumað.

Á morgun er 6 vikna skoðun hjá Karítas. Ég hlakka til að sjá hvað hún er búin að þyngjast og lengjast mikið því að mér finnst ég heyra barnið stækka í fanginu á mér. Er búin að vera að reyna að finna pásu-takkann á henni, en hún virðist ekki vera með einn slíkan. Jæja, ætli hún verði þá ekki bara að fá að stækka í friði.

En ég er farin að reyna að klára jólavettlinginn. Svo ætlum við Mio að horfa á Batman Begins! Woohoo!

4 Comments

Filed under Uncategorized

Góð helgi…

… að baki. Og ég er þreytt.

Saumaði slatta, þreif slatta, borðaði góðan mat og slappaði af.

Farin í bælið.

3 Comments

Filed under Uncategorized

Mamma mín…

… er snillingur og rúmlega það!

Við fórum í gær að verlsa efni og snúru í jólasokkinn hennar Sumarrósar og núna kemur hún með fullkláraðan sokk til okkar!

Sjáið bara hvað hann er geggjaður!

Image hosted by Photobucket.com

Ég og mamma erum gott teymi. Það er sko alveg á hreinu!

11 Comments

Filed under Uncategorized

Halló, halló!!!

Hver bað um þennan snjó og þetta veður????????????

Vill sá/sú hin sami/sama vinsamlegast gefa sig fram við mig!

Djöfulsins ógeð er þetta!

6 Comments

Filed under Uncategorized

Smá þreyta…

… í gangi hér á bæ.

Ég var að setja upp leiki fyrir saumaklúbbinn minn í gær (eiginlega í nótt) og í staðinn fyrir að skrifa 10.nóvember skrifaði ég 1.desember. Og í staðinn fyrir 1.desember 2005 skrifaði ég 2006! LOL! Talandi um að vera tímanlega í því! En það er amk leiðrétt núna.

Jólaskraut – skráning fyrir 10.nóvember
Jólavinur – skráning fyrir 1.desember 2005!

Er að fara með mömmu í Bóthildi að velja efni til að klára jólasokkinn hennar Sumarrósar. Ég er að láta mig dreyma um að geta gert jólasokk handa annað hvort Mio eða Karítas líka fyrir þessi jól, en ég held að það sé fullmikil bjartsýni. Það er nefnilega heldur betur meiri saumaskapur í sokkunum sem að mig langar að gera handa þeim en þessum sem að Sumarrós valdi sér.

Hérna er sá sem að mig langar að gera handa Mio.
Og þessi eða einn annar sem að kemur til greina handa Karítas. Finn bara ekki mynd af honum á netinu núna. En hann er í sama stíl og sokkarnir okkar Mio, nema það er svona stelpuherbergi, ferlega sætt.
Svo er á dagskránni, einhverntíman í framtíðinni að gera þennan handa mér.

Jæja, ég ætla að fara að taka mig til og athuga svo hvort að hún Karítas vilji vakna.

3 Comments

Filed under Uncategorized

Mikið óguðlega…

… er kalt úti!!!

Við Karítas fórum í labbitúr út á pósthús og ég hélt í alvöru að ég mundi deyja, eða amk puttarnir mínir! Brrrr.

Fór líka í Nóatún og keypti í matinn. Ætla að elda lasagne með helling af hvítlauk í kvöldmat handa okkur og tengdó. Mér finnst lasagne vera ekta matur sem að maður borðar á svona köldum dögum. Og gúllassúpan hennar tengdó, hún er æði!

Tvær myndir í dag.
Fyrst af sætu systrunum:

Image hosted by Photobucket.com

Og svo spes handa Ágústu:

Image hosted by Photobucket.com
Tékkið á hanakambnum! All natural! Þetta er sko eðal-pönkarabarn!
Jæja best að fá sér smá að borða og byrja svo að elda. Freistaðist aftur til að kaupa oreo kex með hvítu súkkulaði. Ég ætla EKKI að segja ykkur hvað ég er búin að borða marga pakka af þessu undanfarna daga!

7 Comments

Filed under Uncategorized

Af því að ég…

… hef ekkert að skrifa um, þá tek ég klukkinu frá Rósu minni ;o)
Núverandi tími: 22.59
núverandi föt: my skinny pants (gallbuxur sem að ég var að komast í aftur vúhú), grænn bolur og svört hneppt peysa.
núverandi skap: pínu sybbin en langar að sauma smá áður en ég skríð á háttinn
núverandi hár: slegið, ljóst og þarfnast klippingar
núverandi pirringur: ég er óvenju lítið pirruð akkúrat núna
núverandi lykt: angel, eins og alltaf
núverandi hlutur sem þú ættir að vera gera: ég á ekki að vera að gera neitt nema ég vilji það
núverandi skartgripur: enginn, ég er nánast aldrei með skartgripi
núverandi áhyggjur: hvort að Sumarrós sé aftur komin með blöðrubólgu :-/
núverandi löngun : oreo kex með hvítu súkkulaði!!!!
núverandi ósk: silkigarn til að sauma út með *slef*
núverandi farði: maskari
núverandi eftirsjá: ég sé ekki eftir neinu, ég reyni frekar að læra af mistökunum
núverandi vonbrigði: engin, ég er svo glöð eitthvað
núverandi skemmtun: familían og saumaskapurinn
núverandi ást: familían mín
núverandi staður: heima, uppí sófa
núverandi bók: Harry Potter and the Goblet of Fire
núverandi biomynd: eh? er þá verið að meina uppáhalds? Lord Of The Rings, allar þrjár.
núverandi íþrótt: flokkast krosssaumur undir íþrótt????? já, ef maður saumar nógu hratt!núverandi tónlist: var að hlusta á demo frá Reykjavík! í dag sem að hljómaði vel.
núverandi lag á heilanum: Horfðu á björtu hliðarnar – Sverrir Stormsker
núverandi blótsyrði: Helvíti
núverandi msn manneskja: ég hef ekki farið inná memmesenn í maaarga daga
núverandi desktop mynd: þessi
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: sauma og lesa svo Harry Potter fyrir svefninn
núverandi manneskja sem ég er að forðast: Enginn held ég bara.
núverandi hlutir á veggnum: Myndasería sem að ég tók af Sumarrós inní sængurveri frá því að hún var 3ja ára.

Ég klukka þá sem að klukkaðir vilja vera.

Leave a comment

Filed under Uncategorized