UFO og Jólalaugardagur.

Ég ákvað að klára einn Round Robin með hanaþema sem að hefur legið aðeins of lengi í dvala hjá mér.

Image hosted by Photobucket.com

Ég á s.s. eftir að gera afturstinginn á fyrsta hananum og sauma svo einn til í auða reitinn.
Ég byrjaði á afturstingnum síðasta þriðjudag og þetta er það sem að ég náði að gera þá:

Image hosted by Photobucket.com

Það er ennþá nóg eftir af aftursting á þessum blessaða hana svo að ég held áfram með hann næsta þriðjudag.

Svo er ég að sauma jólasokkinn handa Sumarrósinni minni.
Svona var statusinn á honum fyrir gærdaginn:

Image hosted by Photobucket.com

Og svona leit hann út eftir árangur gærdagsins:

Image hosted by Photobucket.com

Ég náði sem sagt að sauma litlu músina þarna niðri í horninu :o) Ég ætti að vera fljót að klára þennan sokk. Bæði er hann einfaldur og svo er ferlega gaman að sauma hann.

Svo var ég að bæta inn myndum af Karítas og Sumarrós hér.

5 Comments

Filed under Uncategorized

5 responses to “UFO og Jólalaugardagur.

 1. deibpia

  VÁ…!!! Þú ert ekkert smá búin að vera dugleg að sauma. Hanarnir eru bara geggjaðir. Og jólasokkurinn svooo flottur og þú ekkert búinn með smá mikið! 😀
  Æðislegar myndirnar af dætrunum!
  Vildi að ég kæmist til að kíkja á ykkur :o/ en það verður víst að bíða betri tíma.

 2. hafrún ásta

  Vá hvað þú ert dugleg að sauma hehe ég vann í mörgæsunum í gær og þessar myndir eru æði hló af baðmyndinni hún var svo k´ruttleg á svipinn hehe og nautnasvipurinn á nuddmyndunum hehe.

  Fallegar stelpur og þessi jólasokkur er æði …

 3. Anonymous

  Þessi jólasokkur er algjört æði…

  kv Lena

 4. Ágústa

  Þessi sokkur er algjört æði og enn flottari en hann sýnist á myndinni. Hanarnir eru líka flottir og ég hlakka til að sjá þegar þú verður búin með stykkið

 5. Sissú

  Ég segi bara það sama og hinar….. vÁÁ, þetta skotgengur hjá þér, ertu með fólk í vinnu við að sauma hehehehe 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s