Kíkti aðeins…

… til Rósu Tom áðan og fékk að knúsa litlu sætu Sóley Birtu. Mikið rosalega er hún mikið gull! Og þegar ég kom heim fannst mér Karítas mín vera RISI! Frekar fyndið sko þar sem að Karítas er bara ósköp venjulegt barn, meira að segja frekar fíngerð :o)

Gaf Rósu efni og Sóley Birtu föt sem að Karítas fékk en voru alltof lítil á hana. Vonandi getur Sóley litla notað þau :o)

Mér er svo heitt… ég er gjörsamlega að kafna! Ætla að viðra mig í forstofunni og fara svo að skríða uppí rúm og lesa Harry Potter. Hjúkkan kemur heim í fyrramálið svo að maður þarf að vera nokkuð ferskur. Hlakka til að sjá hvað Karítas hefur þyngst frá því í síðustu viku.

Saumaði aðeins í UFO í kvöld þar sem að dagurinn fór í að eyða peningum. Náði samt ekki að sauma neitt mikið, en ég bæti úr því eftir viku. Á morgun ætla ég að sauma í Leyni SAL 3. Og ég er næstum búin að ákveða hvaða mynd verður í næsta Leyni SAL-i í klúbbnum!! Spennó spennó!

NIGHTY NIGHT!

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Kíkti aðeins…

  1. deibpia

    hehe.. Mér fannst líka öll börnin upp á spítala vera RISAR við hliðinni á Sóleyju Birtu 😀
    Takk fyrir innlitið, efnið og fötin, skvís! Vildi bara að ég hefði geta spjallað betur við þig, en það er víst nægur tími fyrir það.
    Hlakka til að fá að vita hvað kemur úr vigtuninni hjá Karítas..! :o)

  2. hafrún ásta heima veik

    Njóttu Harry Potters var einmitt að byrja á bók 6 aftur hehe. Já er forfallinn Haryy Potteristi. hehehe vertu ferska og fín á morgun.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s