Úje!!!

Í tilefni þess að maður er aftur farin að passa í venjuleg föt fór ég að versla!!! Ég keypti mér gallabuxur, peysu, kjól og geeeeðveik stígvél! Ég er bara mesta skvísa í heimi núna sko! Allavega líður mér þannig og þá er tilgangnum náð! Oh hvað það er gott að gera eitthvað svona fyrir sjálfa sig eftir óléttugeðbólgur og barneignir. Eins dásamlegt og það er að hugsa um barnið, þá er þetta algjört möst, að komast út og gera eitthvað fyrir sjálfa sig.

Auðvitað verslaði ég líka á börnin. Sumarrós fékk ljósbleik kúrekastígvél í gær frá Danmörku. Ekkert smá flott og ég veit að hún á eftir að fríka út þegar hún sér þau! Hún er búin að vera að suða um bleik kúrekastígvél síðan við vorum í Danmörku fyrir ári síðan en við leituðum útum allt þá og fundum þau hvergi. Svo að ég keypti á hana bleikan kúrekakjól úr rifluðu flaueli sem að er ekkert smá sætur! Og á Karítas keypti ég eitthvað hvítt krúttílegt dress.

Úje! Mér líður vel í dag :o) Finnst ég ýkt mikil skvísa og ætla bara að njóta þess!

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Úje!!!

  1. deibpia

    æðislegt… Til Lukku með nýju fötin!!! 😀
    Ég á eftir að detta í svona shoppingspree einhvern tíman á næstu vikum… vííí….

  2. hafrún ásta

    Það er naumast bara allar mæðgurnar pæjur hehe. Annars þá vona ég að ég komist til þín áður en fötin sem ég keypti verða of lítil á Karítas Árnýju. Er enn lasinn er nú komin á lyf núna sýklalyf og eitthvað nasasprey sem eru sterar í hvílíkur vibbi verður óglatt af þessu öllu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s