… er komin og farin.
Karítas Árný heldur áfram að dafna vel og er núna 4250 grömm. Það er 300 gramma þyngdaraukning á viku, sem að er bara nokkuð gott! Karítas brosti og brosti allan tíman á meðan hjúkkan var hérna og hjúkkan hafði orð á því hvað þetta væri sjaldgæft að svona lítil börn brostu svona mikið. Oftast væru þessi ungbarnabros bara útaf einhverjum gasverkjum en svo var sko ekki með hana Karítas. Hún er bara einstaklega glaðvært barn.
Við foreldrarnir erum auðvitað að rifna úr stolti yfir því hvað hún er dugleg og góð. Ég mundi alveg leggjast í barnaframleiðslu ef að ég þyrfti ekki að vera ófrísk. Finnst það leiðinlegt. En aftur á móti fær maður svo ofboðslega gott í staðinn að það er alveg spurning um að leggja þetta á sig amk einu sinni í viðbót. Bara ekki strax. Ætla að njóta Karítasar og Sumarrósar í bili. Enda eru þær sko miklu meira en nóg. Maður er bara ofboðslega glaður og sáttur með sitt þessa dagana.
Núna kalla saumarnir. Ætla að sauma Leyni SAL 3 í dag. Er á viku 64 og þarf að reyna að ná stelpunum en ég var að senda út vikur 76 og 77 rétt í þessu. Spurning hvað maður verður lengi að ná að vinna þetta upp.
Eitt enn. Ef ég fæ einhvern tímann að upplifa Hrekkjavöku, þá vil ég fá að upplifa hana í Hogwarts. Helst þegar Triwizard Tournament er í gangi. Takk fyrir!
Svakalega er hún Karítas dugleg! Þið megið sko alveg vera stollt 😀
Ég er alveg sammála þér með að ég væri til í fullt af börnum en er ekki til í að vera ófrísk.. en hver veit nema maður geri þetta einu sinni í viðbót einhvern tíman í fjarlægri framtíð.
Dugleg stelpa hún Karítas Árný. ég væri alveg til í að vera ólétt aftur nema fyrir morgun(sólarhrings)ógleðina.
Ég skil þig svo með með Hogwarts og halloween.
Vá hvað hún Karítas er dugleg. Ég væri sko til í óléttu, sit hér og hugsa um hvað mér leið frábærlega á minni meðgöngu, ummmm væri til í 4 í rikk:) ‘eg er hálf öfundjúk út í ykkkur nýbura mæðurnar:)
Hafið það gott
kv Perla
Ég er sko pottþétt til í fleiri börn. Bara ekki alveg strax. Er bara mjög lukkuleg með mínar tvær heilbrigðu stelpur og efast um að við hjónin ráðum við fleirri lítil börn 😮
Mín fimm verða nú að duga held ég, bíð bara spennt eftir ömmubörnunum og svo get ég knúsað Karítas Árnýju þangað til 😉