Það virðast…

… vera einhver veikindi að grassera hérna hjá okkur. Karítas litla er amk komin með stíflað nef og það kurrar aðeins í henni. Mér heyrist þetta samt bara vera í nefinu á henni en ekki ofaní henni. Hún er ekkert að hósta en á stundum svolítið erfitt með að anda í gegnum nefið. Litla skinnið. Ég skil samt ekki alveg hvaðan þetta kvef er að koma. En skilur maður það nokkurn tíman?

Hún sefur núna og er búin að gera það síðan um tíuleytið í gærkvöldi, með nokkrum matarpásum inn á milli.

Maður bara fylgist með henni og vonar að þetta hverfi sem fyrst og verði ekkert meiriháttar. Ekki gaman að vera bara 3ja vikna og með einhverja pest. Samt of snemmt að kalla þetta pest. Hún er ekki með hita, bara smá hor. Ætla að fá mömmu til að stoppa í apóteki og kaupa saltvatnsdropa fyrir hana, þeir ættu að losa aðeins um þetta.

1 Comment

Filed under Uncategorized

One response to “Það virðast…

  1. Hafrún Ásta

    Æji litla snúllan vonandi duga droparnir og ég smitaði hana ekki hef haldið mig fjarri sem hefur ekki verið einfalt btw. Kannski ég kíki um helgina ef þetta blessaða sýklalyf fer nú að virka.

    Farðu vel með ykkur.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s