Ég er að reyna…

… að ákveða mig og það gengur erfiðlega!!!

Ég er að reyna að ákveða hvort að:

1) Ég eigi að nota þessi efni í Margaret Sherry SAL-ið. Einn lit fyrir hverja mynd.
2) Eða hvort að ég eigi að nota sama efnið og ég er að nota í Michael Powell kofana, sama efnið í allar myndirnar.

Ég held að valkostur eitt eigi eftir að verða of skrautlegur þar sem að ég vil gera bútasaumsveggteppi úr þessu. Ég ætla nefnilega að sauma hverja mynd fyrir sig, ekki sem eitt stórt stykki eins og lagt er til í uppskriftinni. Ég þarf alltaf að breyta öllu, amk eitthvað aðeins.
Valkostur eitt kitlar mig aðeins, mér finnst gaman að leika mér með mismunandi efni og liti, en valkostur 2 held ég að eigi eftir að koma miklu betur út. Stílhreinna og fallegra held ég…

Garg!!! Ég get ekki ákveðið mig! Ætla að sauma aðeins í Leyni SAL 3 og pæla í þessu á meðan!

5 Comments

Filed under Uncategorized

5 responses to “Ég er að reyna…

 1. Hafrún Ásta

  Ég var að spekúlera hvort 6 efni væri ekki flottara annars held ég ða hörin muni koma betur út í svona teppi og gera eins og þú sagðir nota frekar skrautlegra efni með á milli bara.

 2. Rósa

  Ég er sammála Hafrúnu. Annars væri gaman að sjá hvernig hitt kæmi út 🙂

 3. Sveina

  Heyrðu ég er komin með lausnina….þú saumar bara báðar gerðir…gerir ss.2 teppi…eitt úr allskonar og eitt úr hörnum:)

 4. Litla Skvís

  Ég er búin að ákveða mig og klippa niður efnið svo að það verður ekki aftur snúið! Ég valdi seinni kostinn, sama efni og er í Michael Powell myndunum sem að ég er að gera 🙂

 5. Hafrún Ásta

  Brill hlakka til að sjá það. Er að hugsa um að nota tvo liti og fá einhvern til a ð gera teppi úr því fyrir mig hljómar vel og gæti orðið svaka flott. Eða ég fer og kaupi efni í dag eða á morgun.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s