Á fyrsta degi jóla…

Ég byrjaði sem sagt á Margaret Sherry verkefninu í gær. Gat loksins ákveðið mig með efni og ætla að sauma þetta í sama hör og ég er að nota í Michael Powell myndirnar. Ég klippti niður 12 búta í gær og byrjaði á þeim fyrsta, sem að þegar hann er tilbúinn, mun líta svona út:

Image hosted by Photobucket.com

En ég náði að sauma svona mikið í gær:

Image hosted by Photobucket.com
Ekki mikið, en samt eitthvað.

Þetta eru einmitt þannig myndir sem að lifna svo við þegar maður fer að gera afturstinginn. Hlakka mikið til að halda áfram með þetta verkefni og það er meiriháttar áhugi fyrir þessu í klúbbnum mínum :o)

Karítas er ennþá eitthvað slöpp greyið. Hnerrar og hnerrar og þvílíkt slím sem að kemur út úr henni :o( En hún er hitalaus og voða góð.

6 Comments

Filed under Uncategorized

6 responses to “Á fyrsta degi jóla…

 1. Hafrún Ásta

  Þú ert nú búinn með helling samt. Hvað eru bútarnir stórir ef þú gerir hverja mynd fyrir sig?

 2. deibpia

  Þetta er nú bara fínn árangur Linda mín. Það tekur nefnilega ótrúlegan tíma að velja efnið og klippa það. (ég kannast sko við það ;o))
  En segðu mér, ertu að sauma með 2 eða 3 þráðum??? Ég byrjaði nefnilega með 2, en sá síðan að í uppskriftinni er talað um 3.
  En ég ákvað að halda mig með 2, því mér fannst það koma vel út, plús að mér leiðist afskaplega að nota 3 þræði. (Þá er nefnilega ekki hægt að nota lykkjutrixið)

 3. Sonja

  Þú getur prófað að sleppa mjólkurafurðum því þær eru svo slímmyndandi. Gerði það útaf Ásu Sóleyju, hún var alltaf með hálfstíflað nef. Það myndi kannski ekki laga kvefið en það myndi draga úr slíminu og því (bjakkinu).

  Held að ég sleppi þessum myndum – afturábakstingur er ekki í uppáhaldi hjá mér 😉

 4. deibpia

  Já og.. vonandi verður Karítas snögg að hrista þetta kvef úr sér! Sendi fullt af “bata”straumum til hennar!!!

 5. Litla Skvís

  Hafrún: Þær eru 7 x 7 tommur í 28 count.

  Rósa Tom: Ég nota bara 2 þræði einmitt af því að ég ÞOLI EKKI að sauma með 3 þráðum 😉 Já hún verður vonandi fljót að hrista þetta af sér. Sem betur fer er hún voðalega dugleg að drekka.

  Sonja: Takk fyrir það! Ég borða nú ekki mikið af mjólkurafurðum, en þá er nú ennþá auðveldara að sleppa þeim 🙂

 6. Ágústa

  Þær verða ótrúlega sætar held ég saumaðar ég er nú ekki byrjuð ennþá á í ákvarðanatökuvanda með efni.
  Vonandi hristir Karítas kvefið af sér, þau verða oft svo pirruð þegar nefið er stíflað.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s