Lestur…

Sumarrós las fyrir mig í dag. Hún er rosalega dugleg að lesa. Ég veit ekki hvor skemmti sér betur við lesturinn, ég eða hún :o) Hún kláraði fyrstu lestrarbókina og fær því nýja á morgun. Ég hlakka til að sjá hvernig hún verður. Ótrúlega gaman að hjálpa henni að læra heima.

Tengdó fór til Köben í dag og Mio fer á föstudaginn og verður yfir helgina til að vera viðstaddur brúðkaup systur sinnar. Við ætluðum að fara öll, en 100þús kall fyrir 3 daga er aðeins of dýrt fyrir okkur. Svo að hann fer bara. Mig langar SVO mikið með, en það verður bara að hafa það. Við förum bara öll saman seinna þegar við getum verið aðeins lengur og svona. Þá verður Karítas líka orðin eldri og svona.

Kláraði að sauma nafn, fæðingardag, þyngd og lengd á Newton stykkið í dag svo að nú er bara að fara með það í innrömmun við tækifæri. Ætla að sauma aðeins í Leyni SAL 3 áður en ég skríð uppí rúm og les meira í Harry Potter. Djöfull er The Goblet of Fire spennandi bók! Hlakka ekkert smá til að sjá myndina!!!

10 Comments

Filed under Uncategorized

10 responses to “Lestur…

 1. Hafrún Ásta

  Goblet of fire er snilldarbók og ekki er bók 5 síðri né bók 6 hehe þú ert að verða ef þú ert það ekki nú þegar HÚKKT. hehe Harry Potter er æði. Ég skal með glöðu geði koma með þér á myndina. Hefurðu séð hinar? á þær allar á DVD ef þig langar í vídeókvöld.

 2. deibpia

  Gaman að heyra að það gengur svona vel hjá Sumarrós í skólanum.

  Ég skil þig að það skuli vera svekkjandi að komast ekki út með Vilborgu og Míó! En ég er alveg sammála um að þetta er nú heldur dýrt fyrir svona stuttan tíma.
  Þið skötuhjú getið svo farið seinna og notið þess mun betur.

  Hlakka til að sjá Newton þegar hann kemur úr innrömmun.. ég þarf einmitt að drífa mig í að klára birth samplerinn hennar ÞE og finna einhvern fyrir SB.

 3. Litla Skvís

  Hafrún: Ég er sko löngu orðin húkkt á Harry Potter. Byrjaði bara aðeins seinna að lesa þær en allir hinir 😉 Ég er sko búin að sjá allar myndirnar og á nr. 1 og 3. Elska þessar myndir, en mér finnst bækurnar skemmtilegri, eins og alltaf með bækur, þær skilja eftir meira fyrir ímyndunaraflið.

  Rósa: Já Sumarrós stendur sig ekkert smá vel! Ég er rosa montin mamma!
  Já.. við þurfum að finna einhvern handa Sóley Birtu… Hvað með þennan sem að þú keyptir á Sew&So? Eða var hann handa ÞE?

 4. Hafrún Ásta

  Já ég er miklu hrifnari af bókunum enda eru þær alveg frábærar og ég las sko fyrstu 4 áður en mynd 1 kom svo ég var orðin spennt að sjá hvort þeim tækist að gera myndir eftir þeim. En hvað segirðu eigum við að skella okkur saman á myndina. Ég er viss um að Ágústu er til í að fara með okkur hehe.

 5. Litla Skvís

  Ég fer alltaf með Mio á Harry Potter. Þannig hefur það alltaf verið 😉

  En, ég skal fara bara aftur með ykkur Ágústu!!

 6. Dagný Ásta

  ég er einmitt komin á 10 kafla í að hlusta á the order of pheonix, ekkert smá henntugt að hafa allar bækurnar á mp3 formati þegar maður er á svona endalausu flakki í strætó/lest/hjóli vera bara í sínum eigin harry potter heimi 😉

 7. Hafrún Ásta

  dagný já er einmitt búin að taka allar 5 fyrstu á hljóðbók svo saumar maður bara á meðan heima eða vinnur í vinnunni.

 8. Dagný Ásta

  Hafrún, á þá nýjustu líka ef þú vilt?

 9. Hafrún Ásta

  Já Dagný ég vil mjög svo, týndi reyndar öllum nema 5 svo hún væri meira en vel þegin.

 10. Anonymous

  sendu mér póst á kjanaprik at kjanaprik.is og ég redda því 😉

  kv dagný

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s