Það bætir…

… það nánast alveg upp að komast ekki til Danmerkur þegar tengdó hringir í mann úr H&M og er að velja á mann vetrarkápu. Og svo fann hún líka jakka og skyrtu og var að leita að fleiri fötum handa mér. Hehe, hún er svo mikil snilld þessi kona! Veit líka alveg hvað ég fíla og svo getur hún mátað fyrir mig því að við pössum nánast í sömu stærðirnar. Bara geggjað!

Mig langar svo samt í brúðkaupið. Og mig langar auðvitað ekkert að missa Mio yfir helgina :-/ En ég meina, þetta er náttúrulega systir hans sem að er að fara að gifta sig svo að auðvitað fer hann. Vildi bara óska að það hefði ekki verið svona dýrt fyrir okkur öll að fara. Hefði verið æðislegt að fara öll saman. Plús það að ég elska Köben. Svo gott að vera þar.

Er að fara til doksa og mamma er að koma að vera hjá Karítas á meðan. Fáránlegt að maður þurfi að fara til læknis til að fá pilluna. Ekki eins og ég sé að fara á pilluna í fyrsta skipti! Ég hringdi í gær til að fá bara símsendan lyfseðil í apótek en nei… ég þarf að koma og tala við lækni til að fá þetta. Rugl!!

Svo ætla ég að sauma í Margaret Sherry 12 dagar jóla á eftir! Hlakka til, hlakka til!

Karítas var vigtuð aftur í gær og er nú 4450 gr. Sem sagt 200 grömm á einni viku sem að er bara fínt. Ég var pínu hrædd um að hún hefði ekki þyngst vel útaf kvefinu sem að er búið að vera að angra hana, því að hún hefur átt í smá erfiðleikum með að drekka, en sem betur fer var allt í gúddí. Svo verður hún vigtuð aftur eftir 2 vikur, í 6 vikna skoðuninni.

Skrítið… hún verður mánaðargömul á morgun. Mér finnst hún alltaf hafa verið hérna. Passar eitthvað svo vel :o)

5 Comments

Filed under Uncategorized

5 responses to “Það bætir…

 1. Hafrún Ásta

  Skil þig svo vel mér fannst nánast strax að börnin mín hefðu alltaf verið hjá okkur og maður man varla hvernig það var án þeirra.

 2. Björg

  Hæ 🙂 hún Karólína eignaðist strák í nótt. Gekk voða vel og allir hraustir. Hann var 54 cm og 4.310 gr. 🙂 semsagt næstum jafn þungur og Karítas er orðin mánaðargömul 🙂 :).

 3. Asdis

  Það er gott að eiga svona góða tengdamömmu!

 4. Litla Skvís

  Hafrún: Já, það er líka bara dásamlegt að þetta sé svona :o)

  Björg: Æði!! Takk innilega fyrir að láta mig vita. Er hún Karólína með síðu einhversstaðar? Blogg eða á Barnalandi eða eitthvað slíkt?

 5. deibpia

  en hvað þú ert heppin með tengdamömmu 😀

  Þetta er fáranlegt með að þurfa fara til læknis til að fá lyfseðil fyrir pillunni.
  Ég er reyndar svo “rík” að ég á enn óopnaðan pakka síðan síðast :o/ Þannig að ég fæ bara nýjan lyfseðil þegar ég fer í eftirskoðunina.

  Svakalega er hún Karítas dugleg. Gott að heyra að hún hefur verið dugleg að drekka þrátt fyrir kvefið. Hún er greinilega kjarnakona eins og mamma sín ;o)

  En annars skil ég þetta með að finnast maður alltaf hafa haft börnin sín hjá sér. Það er nú bara rúmt ár síðan að ég var barnlaus en er núna með 2 kríli og finnst eins og það hafi alltaf verið þannig 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s