Fyrsta tönnin…

… datt hjá Sumarrós í dag. Hún kom heim með hana vafða inní bréf sem að stóð á “tönnin hennar Sumarrósar” og var með það í vasanum. “Mamma, mamma, ég var sko heppin í dag. Ég missti tönnina mína” gólaði hún þegar hún kom inn úr dyrunum. Svo var hringt í Mio, pabba sinn, ömmu og öllum tilkynnt að tönnin væri farin. Neðri framtennurnar hafa verið lausar í langan tíma núna svo að hún var búin að vera að bíða eftir þessu. Litla krúttið.

Tannálfurinn er kominn og farinn og skildi eftir smá aur fyrir tönnina.

Anna Sigga og Alma Sóley komu í heimsókn í dag og svo kíkti Wolf líka við þegar hann var búinn að vinna. Ég og Alma Sóley skemmtum okkur við að flauta. Eða, ég flautaði og hún reyndi að grípa flautið mitt. Svo gaf ég henni mjólkurkex og hún var ekkert smá ánægð með það. Hún er orðin svo stór að það er rosalegt! Enda 8 mánaða gömul og farin að líkjast mömmu sinni meira og meira. Nema þegar hún setur í brýrnar, þá er hún alveg eins og Wolf.

Keyri Mio út á flugvöll á morgun. Hlakka ekki til.

*geisp* ætla að skríða í bælið og lesa smá Harry Potter fyrir svefninn.

3 Comments

Filed under Uncategorized

3 responses to “Fyrsta tönnin…

 1. deibpia

  Góðan daginn, skvíz!
  Vonandi svafstu vel í nótt! 😀

  Mikið hefði ég viljað sjá svipinn á Sumarrós þegar hún var að tilkynna tannmissinn.. hún er nefnilega bara mesta krúttið sko.

 2. Hafrún Ásta

  Vá það er merku áfangi að missa fyrstu tönnina.

 3. Rannveig Lena

  Já, þetta er ótrúlegur áfangi hjá krökkum þegar að fyrsta tönnin fer. Anton minn var reyndar ekki nema 4 ára þegar að það gerðist og mér dauðbrá eiginlega.
  Núna er hann ferlega skrautlegur… 8 barnatennur farnar og sú níunda laus. Fjórar RISA stórar fullorðins tennur komnar í staðinn og sú fimmta aðeins farin að láta sjá sig. Litla krílið mitt er eiginlega bara of lítill fyrir þessar rosa stóru tennur!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s