Maja kom…

… í heimsókn til mín í dag og ég kenndi henni að telja út og sauma. Átti hérna eitt kit sem að ég vissi að ég mundi aldrei sauma og það var nógu einfalt til að nota sem kennslueintak svo að ég kýldi bara á það. Hún kom með pakka handa Karítas og Sumarrós og Sumarrós er alsæl með peysuna og ég með fötin handa Karítas. Takk Maja mín.

Í kvöld ætlar Sonja svo að koma til mín og sauma. Það er saumó hjá Ástu í Hafnarfirðinum en ég og Sonja erum báðar með lítil kríli, Ása Sóley er 3ja mánaða og mín 1 mánaða svo að við ákváðum bara að hittast hér með krílin. Sonju fannst líka gott að geta komið hingað þar sem að hún býr bara rétt hjá og ef eitthvað kæmi uppá eða eitthvað væri styttra fyrir hana heim en alla leið úr Hafnarfirðinum. Ég held að ég haldi áfram að stinga jólasokkinn hennar Sumarrósar í kvöld. Á nefnilega ekkert svo mikið eftir.

Á morgun ætla ég að reyna að fara til Rósu minnar í heimsókn. Vona að það verði labbihæft veður því að við erum bíllausar. Bíllinn hennar tengdó er á verkstæði. Svo er matur annað kvöld heima hjá mömmu og pabba. Eitthvað delisíus nautakjöt *slef*

En já.. engin pizza í gær svo að það verður jafnvel bara pizza í kvöld. Eða skyr og brauð. Ég nenni amk ekki að elda grjónagrautinn sem að Sumarrós bað um. Ef hún mætti ráða væri grjónagrautur í öll mál, alltaf.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s