Þvílíkt vesen…

… í nótt.

Hún Sumarrós byrjaði að kasta upp um hálf tvöleytið. Ældi yfir allt rúmið mitt þar sem að hún fékk að kúra í Mio bóli fyrst að hann var ekki heima. Og ælan hélt áfram til 7 í morgun en síðan þá er hún ekkert búin að æla meira. Hún liggur hérna í sófanum við hliðina á mér og er nánast græn í framan, með vatn og saltstangir.

Þannig að Rósa mín… það virðast vera einhver álög á okkur :o( Ég vil ekki vera að fara með Sumarrós í labbitúr í þessu ástandi og vil ekki koma með ælupest inná heimilið þitt. Ég kem bara í vikunni þegar Sumarrós er í skólanum. Svo fer hún til pabba síns á miðvikudaginn svo að þá þarf ég ekki að stressa mig á því að vera komin heim fyrir klukkan fimm.

Ég efast líka um að við förum í mat til mömmu og pabba í kvöld. Amk förum við ekki ef ælan heldur áfram. Sjáum til hvernig hún verður í dag. Ég vona að þetta sé bara búið hjá henni greyinu.

4 Comments

Filed under Uncategorized

4 responses to “Þvílíkt vesen…

 1. deibpia

  æji litla skinnið! Ég vona að hún sé nú á batavegi og verði snögg að rífa sig upp úr þessu.
  Sendi alla vega fullt af batastraumum… *bizzzzzzzzzz*

  Svo vona ég að Karítas sleppi við þetta. Það er ekki gaman að hafa svona títlu svona lasna.

  Og Linda mín, reyndu nú að hvíla þig ef þú mögulega getur, því þú hlítur að vera þreytt eftir þessa nótt.

  Við finnum bara annan tíma til að hittast.. nægur er tíminn!!! 😀

 2. Hafrún Ásta

  ÆJI *KNÚS* á línuna vonanid batnar henni fljótt og vonandi nærð þú að hvíla þig eitthvað í dag.

 3. Sveina

  Oh þessi pest er alveg hræðileg…mig er strax farið að kvíða því þegar Patrik Þór fær gubbupestir

 4. Rósa

  Greyið litla. Ég vona að henni sé farið að líða aðeins betur núna. Ég sendi batakveðjur í tonnavís! 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s