Ég fór í…

… heimsók til elsku Rósu minnar í dag. Mikið var það gott! Ég þurfti sko alveg innilega á því að halda að komast aðeins útúr húsi og í kontakt við aðra saumakonu!
Fór með góssið til hennar sem að ég pantaði fyrir hana á sewandso.co.uk um daginn með minni pöntun. Og föt fyrir Sóley Birtu sem að voru orðin alltof lítil á Karítas. Rosalega skrítið að sjá muninn á Sóley Birtu og Karítas, Karítas virkar eins og einhver risi við hliðina á henni hehe.

En þetta var æðislegt og ég þakka innilega fyrir mig! Ætla að kíkja aftur MJÖG fljótlega!

Annars er Airwaves að byrja… oooh, mig langar á Airwaves! Svo mikið sem að mig langar að sjá! En þó svo að ég og Mio mundum skipta þessu eitthvað á milli held ég að ég mundi ekki alveg njóta mín. Mömmugenin á overdrive og svona. Svo þurfa mjólkurbúin líka að vera til staðar alltaf. En Steve og Jo koma frá Englandi sem að er æði! Hlakka til að hitta Jo aftur, sá hana síðast á Airwaves í fyrra en Steve kom hérna á 17.júní, hlakka samt alveg til að sjá hann, en hlakka meira til að sjá Jo. Og sýna henni Karítas og heimilið okkar og svona.

Airwaves þýðir líka það að Mio verður lítið heima framá sunnudag. Plögg plögg, vinna vinna, bissness bissness, tónleikar tónleikar, hljóðmannast etc. Sem að er auðvitað æði, en við eigum eftir að sakna hans (og ég öfundast útí hann hehe). Ég sendi hann bara út með minidiskinn og myndavélina og fæ mitt eigið Airwaves heima í stofu þegar hann kemur heim á kvöldin/nóttunni.

Eitt enn. TAKK DÍSA FYRIR DÚLLU SOKKASKÓNNA SEM AÐ ÞÚ SENDIR KARÍTAS!!!!
Mig vantar að þú nefnir drenginn þinn til að ég geti fullkomnað gjöfina sem að ég er að gera handa honum ;o)

5 Comments

Filed under Uncategorized

5 responses to “Ég fór í…

 1. deibpia

  Takk fyrir daginn skvísur.
  Þetta var yndislegt og ekkert smá hressandi.
  Og þið eruð sko ALLTAF velkomnar í heimsókn!!! 😀

 2. Hafrún Ásta

  Jamm og Linda svo kem ég um 17 í dag ef það er ok með strákana með mér.

 3. Litla Skvís

  Ok, ég verð heima þá.
  Hlakka til að sjá ykkur.

 4. Hafrún Ásta

  hlökkum til að sjá ykkur líka Hafsteinn verður svo glaður hann segir mjög oft þegar ég sæki hann eigum við ekki að fara í heimsókn mamma. og svo fylgir GERÐU ÞAÐ

 5. Dísa

  Verði ykkur að góðu, ég vona bara að þeir passi (eru líka svo sætir sem bara svona skraut ef þeir passa ekki) :-/ Þú veist kannski hvernig þetta er, ég ætlaði að vera löngu farin með þetta í póst en tíminn líður svo svakalega hratt þegar maður er með svona lítið barn.

  Drengurinn verður vonandi nefndur áður en hann verður táningur, en það er þó ekkert víst… Mér finnst mun erfiðara að finna á hann nafn en það var að fæða hann. Úff.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s