Ó vá!

Þvílíkur dagur! Á góðan hátt sko!

Ágústa kíkti til mín með góssið sem að hún verslaði á handavinnusýningunni í London. Geggjað! Maður þarf að komast á svona sýningu, það er sko alveg greinilegt! Hún verslaði Mill Hill vörur fyrir mig. 3 kit og 3 svona vettlinga eins og ég gerði um daginn. Svo keypti ég af henni alveg geðveik efni líka. Annað er svona brúnleitt, skýjað. Hitt er hvítt með svona glitþræði ofið í, svokallað opalescent. Bæði hör, að sjálfsögðu. Svo kom hún færandi hendi með gjafir bæði fyrir Sumarrós og Karítas. Æðislegan náttkjól handa Sumarrós og dress handa Karítas. Þær verða ekkert smá sætar systurnar.

Svo kom Hafrún líka með strákana sína Hafstein og Heiðmar. Svo langt síðan að ég hafði séð Heiðmar, nema bara sofnandi þegar ég kem til Hafrúnar í saumó, ekki alveg að marka það ;o) Hafsteinn klappaði mér reglulega á bumbuna og var alsæll að fá að sjá hvað var inní þessari bumbu. Virkaði mjög hrifinn af Karítas svo að það er spurning hvort að hann nái að sannfæra foreldra sína um að leggja í eins og eina systur eða svo ;o) Hafrún kom líka heldur betur færandi hendi. Kom með drekamunstur handa mér, dress á Karítas, bol handa Sumarrós og baðbombur, eina handa mér og eina handa Mio. Mikið verður Mio ánægður, hann er nefnilega ekki búinn að fá neina pakka, á meðan við stelpurnar höfum fengið vænan skammt og rúmlega það.

Takk stelpur fyrir komuna og gjafirnar. Við erum ofsalega þakklát!

Núna ætla ég að sauma nokkur spor á meðan Karítas sefur.

4 Comments

Filed under Uncategorized

4 responses to “Ó vá!

 1. Dísa

  Já, skrítið hvað pabbarnir vilja alltaf gleymast í þessu pakkaflóði sem fylgir barnsfæðingum… aldrei fattað það fyrr en núna. Við fengum reyndar saman 10 seríu af Friends (já, við erum Friends fíklar) þannig að Kjartan er ekki aaalveg búinn að vera útundann.

 2. Sonja

  Ég þarf einmitt að muna að koma með sængjurgjöfina hennar Karítas næst þegar ég kem 😉

 3. Hafrún Ásta

  Var hræddust um að fötin yrðu orðin of lítil þegar ég loksins kæmist hehe. En sem betur var ekki svo. Já hún Karítas Árný er algjör snúlla og svo er svona ekta ungbarnalykt af henni. Hafsteinn virtist einmitt mjög hrifinn af Karítas Árný http://web.hexia.net/roller/resources/hafrun/20051021094732001.jpg og Heiðmar Máni ekki síður allavega varð hann svo sætur á svipinn verst að ég náði ekki mynd af því.

  Allavega var voða gaman að kíkja á ykkur þó Heiðmar Máni hafi reynt að mála pleisið blátt ;o) hehe ég náði nú að þrífa það upp eftir hann. hí hí

 4. Sigurbjörg

  Sæl 🙂 googlað drekamunstur of datt niður á þig 🙂
  Hvar er hægt að fá drekamunstur ?
  Bestu kv.
  Sigurbjörg
  sjt1958@live.com

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s