Fór í góðann…

… labbitúr niðrí bæ áðan. Pakkaði Karítas í hlý föt og ofaní vagninn og við röltum af stað. Ég ætlaði upphaflega að kíkja á Starra, en hann var ekki heima svo að ég fer bara til hans seinna. Þarf að sýna honum nýja erfingjann.

Svo að ég hringdi í Mio og þá voru hann, Ben, Valgeir, Jo og Steve að borða/funda á Hressó svo að við löbbuðum þangað og kíktum á þau. Svo fóru þau á annan fund á 101 svo að við Karítas löbbuðum áfram upp Laugaveginn. Stoppaði í Sandholts bakaríi og keypti mér gúmmulaði.

Á eftir er lundaveisla hér á efri hæðinni. Tengdó, ég, Mio, Karítas, Valgeir, Hrönn, Lára, Steve, Jo og Ben ætlum að gæða okkur á lunda a la tengdó. Nammi namm. Ég elska lunda!

Ég er alveg á því að það eru góð gen í henni Karítas, eins og í Sumarrós. Sumarrós hætti að vakna á nóttunni þegar hún var um 6 vikna gömul. Og í nótt svaf Karítas frá miðnætti til hálf níu í morgun, vaknaði til að fá sér að drekka og sofnaði aftur og ég vakti hana rétt rúmlega 12 í dag. Ótrúlega góð alveg.

Og Sumarrós missti tönn nr.2 í gær. Hringdi og lét mig vita að ef Tannálfurinn kæmi hingað, að ég ætti að senda hann heim til pabba hennar.

Langar að sjá giggið hjá Ben og Valgeiri á eftir….. ég vona að einhver taki það upp svo að ég geti heyrt það bara einhverntíman seinna.

3 Comments

Filed under Uncategorized

3 responses to “Fór í góðann…

  1. Ágústa

    frábært að hún sé svona góð og það er engin spurning með að það eru góð gen í þessum elskum.

  2. MariK

    i don’t know anything of icelandish but i like björk

  3. Hafrún Ásta

    Vá gott að hún sefur vel

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s