Mikið óguðlega…

… er kalt úti!!!

Við Karítas fórum í labbitúr út á pósthús og ég hélt í alvöru að ég mundi deyja, eða amk puttarnir mínir! Brrrr.

Fór líka í Nóatún og keypti í matinn. Ætla að elda lasagne með helling af hvítlauk í kvöldmat handa okkur og tengdó. Mér finnst lasagne vera ekta matur sem að maður borðar á svona köldum dögum. Og gúllassúpan hennar tengdó, hún er æði!

Tvær myndir í dag.
Fyrst af sætu systrunum:

Image hosted by Photobucket.com

Og svo spes handa Ágústu:

Image hosted by Photobucket.com
Tékkið á hanakambnum! All natural! Þetta er sko eðal-pönkarabarn!
Jæja best að fá sér smá að borða og byrja svo að elda. Freistaðist aftur til að kaupa oreo kex með hvítu súkkulaði. Ég ætla EKKI að segja ykkur hvað ég er búin að borða marga pakka af þessu undanfarna daga!

7 Comments

Filed under Uncategorized

7 responses to “Mikið óguðlega…

 1. Fanney

  SÆTUSTUUUUU systur í heimi!!!! og ójá það er fáránlega kallt!!!

 2. Hafrún Ásta

  BRRRRRR hvílíkar dúllur. Já hún Karítas Árný virðist vera natural pönkari hehehe. Oreo OJ hef aldrei veirð hrifin af því svo þú mátt borða minn skammt líka.

 3. Asdis

  Já, þú mátt alveg eiga minn skammt af Oreo líka. Ég held mig við Cadbury’s chocolate chip cookies… *slef*
  Annars áttu alveg svakalega sætar stelpur, algjörar fyrirsætur 😀

 4. deibpia

  hehe… þú mátt líka eiga minn skammt af Oreo… finnst þær ekki góðar!
  Svo að ég held að þú eigir orðin ansi góðan Oreo kvóta! :oþ

  Annars er þetta ekkert smá sæt mynd að Sumarrós og Karítas saman.
  Og hanakamburinn á Karítas er bara flottastur.. finnst það ekkert smá skondið að hún hafi hann svona natural! 😀

 5. Dísa

  Sætar stelpur sem þú átt 😀

  Annars á ég líka svona pönkara, hann er líka með röddina í að öskra í einhverju bílskúrsbandi seinna meir. Hmm hmm.
  Hrikalega krúttlegt þegar svona lítil börn eru með svona mikið hár. 🙂

 6. Ágústa

  Takk fyrir fínu myndina af Karítas Árný og það var ekki neitt smá gaman að knúsa hana í dag.

 7. Litla Skvís

  Vá takk fyrir Oreo skammtana stelpur, ég held samt að ég hafi ekkert gott af þeim sko 😉

  Dísa: Hvenær kemur nafn á þetta barn? Þú ert erfiðari en ég var! En ég er sammála því að það er erfiðara að nefna þau en fæða þau :S

  Ágústa: Og þakka þér fyrir fötin! Þarf að ná mynd af Sumarrós í náttkjólnum líka fyrir þig! Og farðu svo að setja myndirnar sem að ég tók fyrir þig inná bloggið þitt! 😀

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s