Smá þreyta…

… í gangi hér á bæ.

Ég var að setja upp leiki fyrir saumaklúbbinn minn í gær (eiginlega í nótt) og í staðinn fyrir að skrifa 10.nóvember skrifaði ég 1.desember. Og í staðinn fyrir 1.desember 2005 skrifaði ég 2006! LOL! Talandi um að vera tímanlega í því! En það er amk leiðrétt núna.

Jólaskraut – skráning fyrir 10.nóvember
Jólavinur – skráning fyrir 1.desember 2005!

Er að fara með mömmu í Bóthildi að velja efni til að klára jólasokkinn hennar Sumarrósar. Ég er að láta mig dreyma um að geta gert jólasokk handa annað hvort Mio eða Karítas líka fyrir þessi jól, en ég held að það sé fullmikil bjartsýni. Það er nefnilega heldur betur meiri saumaskapur í sokkunum sem að mig langar að gera handa þeim en þessum sem að Sumarrós valdi sér.

Hérna er sá sem að mig langar að gera handa Mio.
Og þessi eða einn annar sem að kemur til greina handa Karítas. Finn bara ekki mynd af honum á netinu núna. En hann er í sama stíl og sokkarnir okkar Mio, nema það er svona stelpuherbergi, ferlega sætt.
Svo er á dagskránni, einhverntíman í framtíðinni að gera þennan handa mér.

Jæja, ég ætla að fara að taka mig til og athuga svo hvort að hún Karítas vilji vakna.

3 Comments

Filed under Uncategorized

3 responses to “Smá þreyta…

 1. Hafrún Ásta

  æðislegir sokkar sérstaklega þinn hehe en svona er að vera saumakona hehehe ;o)

 2. Spassi

  þú ert með skuggalega góðan tónlistarsmekk;
  Godspeed you black emperor, Four Tet(!) og síðast en ekki síst, Sigur Rós, omgz 2 þumlar 🙂

 3. Litla Skvís

  Já svona er ég kúl innvið beinið haha! :o)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s