Nú verður sko aftur gaman…

… á mánudagskvöldum! Six Feet Under var að byrja aftur í kvöld. Vá hvað ég er búin að sakna þessara þátta! Og greinilega tengdó líka því að þegar hún kom niður til að leika við Karítas í dag þá minntist hún einmitt á þetta að hún væri rosalega ánægð að þessir þættir væru loksins að byrja aftur. Og sem betur fer, því að annars hefði ég örugglega gleymt því að horfa á þáttinn í kvöld.

Er búin að vera að sauma aðeins í dag og er alveg að verða búin með þennan jólavettling. Byrjaði á honum á laugardaginn og þetta bara skotgengur, enda fljótsaumað.

Á morgun er 6 vikna skoðun hjá Karítas. Ég hlakka til að sjá hvað hún er búin að þyngjast og lengjast mikið því að mér finnst ég heyra barnið stækka í fanginu á mér. Er búin að vera að reyna að finna pásu-takkann á henni, en hún virðist ekki vera með einn slíkan. Jæja, ætli hún verði þá ekki bara að fá að stækka í friði.

En ég er farin að reyna að klára jólavettlinginn. Svo ætlum við Mio að horfa á Batman Begins! Woohoo!

4 Comments

Filed under Uncategorized

4 responses to “Nú verður sko aftur gaman…

 1. Hafrún Ásta

  Var einmitt að hugsa í gær hvað strax orðnir 2 ára og 5 ára hvað gerðist eiginlega. Skil þig svo vel. Hlakka til að heyra hvað kemur út úr skoðuninni.

  Six feet under ég horfði alltaf á þá en er ekki með stöð tvö lengur sem er voða skrýtið þegar það kemur að svona þáttum sem ég var vön að horfa á en þetta venst og ég horfi í staðinn mjög lítið á sjónvarp sem er nú bara fínt sko hehe.

  Við Siggi eigum einmitt eftir að sjá Batman Begins hvernig er hún???

 2. Dísa

  Segðu, væri alveg til í að pása strákinn aðeins. Ég mældi hann um daginn og mældist hann 57cm rétt tæpir en var 52 fæddur. :-O Litla afmælisbarnið 🙂

 3. deibpia

  damn.. ég gleymdi Six feet under!!!

  Hlakka til að sjá hvað kemur út úr skoðuninni hjá Karítas! 😀

 4. Ágústa

  Sum stækka bara svona hratt sjáðu Hrafninn til dæmis 😉
  Batman Begins er æðisleg horfði á hana á laugardagskvöldið.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s