Monthly Archives: November 2005

Ég og mamma…

… vorum rosalega duglegar í dag! Ég kláraði að ganga frá vettlingunum sem að ég er búin að vera að sauma. Límdi aftaná þá og setti á þá hengi.

Image hosted by Photobucket.com

Og svo gerðum við þetta jólaskraut sem að ég er rosalega ánægð með:

Image hosted by Photobucket.com
Fleiri myndir hér: 1 * 2 * 3 * 4

Þetta er Love Tree frá M-designs. Ég ætla sko að gera fleiri svona. Það er hægt að fá þessi munstur með nöfnunum sínum á í sérpöntun og mig langar mikið að panta svoleiðis fyrir okkur fjölskylduna fyrir næstu jól.

Við gerðum meira, en restin er leyndó í bili ;o)

_______________________________

Me and my mother were very productive today. We finished up the Love Tree from M-designs and I backed the mittens and put hangers on them. I want to order personalized trees from M-designs for next christmas for myself, Mio and our girls. I think they are absolutely beautiful!
We did more stuff, but the rest is a secret for now! Check out the links to more angels of the tree!

8 Comments

Filed under Uncategorized

Þegar mamma…

… mín er búin að vinna í dag ætlar hún að koma og sækja mig og Karítas. Ég ætla að fara og föndra smá með mömmu. Ganga frá jólaskrautinu í jólaskrautskiptin í saumaklúbbnum mínum. Líma felt/filt (hvort segir maður?) aftan á vettlingana og setja á þá hengi.
Jafnvel stoppa í IKEA og athuga hvort að ég finni ramma fyrir kusuna, toy shop myndina og fleira. Var að átta mig á því að það er margt og mikið sem að ég þarf að ganga almennilega frá svo að þetta verði hentugar jólagjafir. Það er víst ekki nóg að sauma þetta bara, maður þarf að gera eitthvað úr þessu ;o)

Annars er ég búin að vera óttarlega orkulaus. Rósa frænka kom í heimsókn í fyrsta skipti í u.þ.b. ár og það var sko ekki gaman. Fékk hita og alles. Finnst ömurlegt að byrja svona snemma á þessu fjárans veseni aftur! En þetta var líka svona eftir að ég átti Sumarrós… var bara að vonast til að fá aaaaaðeins lengri pásu á þessum fjanda núna.

Jæja.. ætla að sauma meira í jóla sæta þar til mamma kemur. Næ jafnvel að klára hann, ef ég verð dugleg!

2 Comments

Filed under Uncategorized

Loksins…

… loksins kom pósturinn með pakkann með DMC garninu mínu! Við erum að tala um það að ég bað þá um að senda þetta heim fyrir viku síðan. Yfirleitt hef ég alltaf fengið pakkana mína samdægurs og ég tala við þá!

Image hosted by Photobucket.com

Þetta eru u.þ.b. 200 dokkur af DMC garni. Það var útsala hjá AC Moore í USA um daginn, 6 dokkur fyrir einn dollara svo að auðvitað stökk ég á tækifærið og bað eina vinkonu mína í USA að kaupa fyrir mig smá á lagerinn minn. Það er bara ekki hægt að fá betri díl en þetta held ég. Dokkan á 10 kall í staðinn fyrir 100 – 120 krónur eins og tíðkast hér á skerinu!

Ég veit ekki hvar ég væri stödd, saumalega séð, ef ég hefði ekki erlendu saumavinkonur mínar innan handar við að aðstoða mig við þessa “fíkn” mína. Þær hafa hjálpað mér að spara SVO mikinn pening að það er ekki fyndið! :o)

6 Comments

Filed under Uncategorized

Muuuu, segir…

… kusan.

Var að klára þessa og ég er alveg ofsalega skotin í henni! Hún var fljótsaumuð og skemmtileg.
Næst á dagskránni er hinn árlegi jólasveinn frá Lizzie*Kate, en ég íslenskaði textann og hjá mér mun standa “Hér kemur jóli”.
En hérna er mynd af kusunni sætu!

Image hosted by Photobucket.com

Muuuu, says the cow!

I just finished this one and I love it, I think she is so cute! It was a fast stitch and really fun. Next I am going to do the yearly santa from Lizzie Kate. I changed the text to icelandic though :o)

6 Comments

Filed under Uncategorized

Sumarrós fór…

… í skólann í dag, það var jólaföndur. Ég bakaði muffins í gær fyrir kökubasarinn og pabbi hennar fór með hana og þau bjuggu til þennan fína jólasvein. Hann verður sko í uppáhaldi um ókomin ár á þessu heimili! Svo skelltu þau sér í bíó og sjáu þarna kjúklingamyndina. Og ég er búin að komast að því að Sumarrós langar að sjá Harry Potter en þorir því ekki. Ég er óskaplega fegin því að hún skuli hafa vit á því sjálf. Hún sá sýnt úr henni um daginn og sagði mér að hún ætlaði bara að sjá hana þegar hún væri orðin stærri.

Mér gengur rosalega vel að sauma kusuna eftir Margaret Sherry. Þetta eru temmilega stórar/litlar myndir og auðsaumaðar. Og skemmtilegar, sem að skiptir öllu máli. Ég held að ég hafi aldrei saumað mynd eftir MS sem að mér fannst leiðinlegt að gera. Oft mikill afturstingur, en mér finnst hann líka skemmtilegur.

En jæja.. ég ætla að koma mér vel fyrir í sófanum og sauma og horfa með eyrunum á myndina sem að ég tók útá leigu áðan sem að heitir 16 years of Alcohol.

1 Comment

Filed under Uncategorized

Tada!!!!!!!

Ég er búin með alla vettlingana sem að ég ætlaði mér að gera fyrir þessi jól!
Á morgun ætla ég að byrja á Margaret Sherry dýrunum! JIBBÝ!!!

Image hosted by Photobucket.com

YAY!

I finished the last mitten that I was planning on stitching for this Christmas! Tomorrow I am going to start stitching the farm animals from Margaret Sherry! I can’t wait!

5 Comments

Filed under Uncategorized

Ef það er eitthvað…

… sem að gerir mig brjálæðislega hamingjusama og lætur mig fá fiðrildi í magann þá er það Barbapabbi og fjölskylda hans! Og sjáið bara hvað mamma mín var að koma með handa mér:

Image hosted by Photobucket.com

Ég hef elskað Barbafjölskylduna síðan ég man eftir mér. Átti allar bækurnar og horfði alltaf á þá í sjónvarpinu, baðaði út höndunum og sagði “baba pabba baba pabba” og söng með laginu. Vissi hvað þeir hétu allir og átti einmitt svona litla gúmmíkalla eins og þessa af þeim öllum. En í gegnum árin týndust þeir. Nú hefur mamma mín ákveðið að gefa mér þá alla aftur smátt og smátt. Ég get ekki lýst því hvað það gerir mig glaða! Takk mamma, þú ert og hefur alltaf verið bestust í geimi!

Styrmir kom í langþráða heimsókn til okkar áðan og kíkti á Karítas. Hún virtist mjög skotin í honum, enda ekki annað hægt 😀 Gott að fá Styrmi í heimsókn og við ætlum að kíkja á hann og nýju íbúðina hans við fyrsta tækifæri!

6 Comments

Filed under Uncategorized

Pakkinn minn…

… frá Silkweaver er kominn í hús! En bara hann! Pakkinn hans Mio kom ekki og ekki heldur hinn pakkinn minn með DMC garninu mínu :-/ Þannig að ég ætla að hringa aftur í tollinn á morgun og kvarta meira.

En, að því skemmtilega, innihaldi pakkans:

  • 32ct Lugana Solos – 24 x 27 tommur (gulbrúnn einhvernvegin)
  • 28ct Lugana Solos – 13 x 18 tommur (fjólublár)
  • 32ct Lakeside Linens – 13 x 18 tommur (Meadow Rue)
  • 27ct Zweigart Linda – 9 x 13 tommur (New Khaki)
  • 28ct Opalescent Cashel Linen -18 x 26 tommur (Glistening Cream)
  • 28ct Zweigart Glasgow Linen – 9 x 13 tommur (Natural)
  • 32ct Belfast Linen – 18 x 27 tommur (Miracle Mint)
  • 32ct Belfast Linen – 9 x 13 tommur (Baby Lotion)
  • 18 ct Zweigart Softana – 9 x 13 tommur (Forest Green)

Vúhú! Hellingur af nýjum efnum 😀 Ég var pínu svekkt að fá bara efni því að það stóð á síðunni að maður gæti fengið garn, munstur, tölur, perlur og ýmislegt fleira. En, ég er mjög ánægð með öll efnin svo að þetta er ekkert stórmál :o)

10 Comments

Filed under Uncategorized

Tékk it át!

3 Comments

Filed under Uncategorized

Þetta andleysi…

… í gærkvöldi hefur verið útskýrt.

Ég er orðin veik :o( Líður hræðilega. Hljóp á WC-ið í alla nótt. Er núna með beinverki og skelf eins og hrísla. Er samt hætt að vera illt í maganum sem er gott. Ég þoli ekki að vera með magaverk.

Hringdi í tollinn og var sagt að pakkarnir okkar (2 fyrir mig, 1 fyrir Mio) ættu að koma í kvöld. Eins gott! Ég þarf eitthvað til að hressa mig við í þessum veikindum. Mio er búinn að vera veikur síðustu 2 daga svo að ég hef örugglega nælt mér í þennan viðbjóð frá honum.

Jæja… Karítas sefur svo að ég ætla að koma mér aftur uppí rúm og sofa smá meira.

3 Comments

Filed under Uncategorized

Ég er í ógeðslegri…

… fýlu útí tollinn! Pakkarnir mínir eru ekki ennþá komnir! Ég sendi þeim afrit af reikningnum fyrri partinn í gær! Yfirleitt hefur þetta komið samdægurs en þetta kom ekki í gær og ekki í kvöld :o( Mig langar í pakkana mína!!! *væl*

Ég ætla að hringja í þá á morgun og spurja hvort að það sé eitthvað vesen í gangi. Það ætti ekki að vera, sendi þeim reikning og alles.

Annars er ég bara búin að vera eitthvað hálf andlaus. Held að jólin séu að hafa svona áhrif á mig. Finnst þau yfirleitt ekkert svo skemmtileg og er yfirleitt fegnust þegar þau eru búin.

Annars kom afi minn hérna í dag með dót sem að mig vantaði til að klára að gera jólaskrautið fyrir jólaskrautaskiptin í saumaklúbbnum mínum. Þá er það bara að finna andan í að klára þetta skraut loksins og senda það af stað. Hlakka til að sjá hvað viðtakandanum finnst um það, en mér persónulega finnst það rosa flott :o)

Jæja.. ætla að skríða í háttinn.

2 Comments

Filed under Uncategorized

Á laugardaginn…

… fór ég í gæsapartý til heiðurs Guffu vinkonu sem að er að fara að gifta sig í desember. Þarna voru samankomnar vinkonur hennar, gamlar skólasystur okkar og fleiri skemmtilegar stelpur. Þetta var alveg svaka stuð! Við hittumst allar heima hjá Magndísi þar sem að farið var í Sing Star og Guffa fór á kostum!

Svo var ferðinni heitið á Óliver þar sem að dansgólfið var tekið með stæl af Móniku og fleirum. Styrmir vinur minn hitti mig þar og það var bara yndislegast að hitta hann loksins aftur! Svo fórum við Styrmir, Anna Sigga, Mónika og Íris María yfir á Kaffibarinn. Hittir þar Óskar Björn, Nalda og frú og fleira skemmtilegt fólk. Kom ekki heim fyrr en rúmlega 5 um morgunin, gjörsamlega að drepast í fótunum eftir allt danseríið.

Takk fyrir mig stelpur! Ég skemmti mér konunglega!

Karítas svaf bara á meðan mamma skemmti sér og vaknaði ekki fyrr en á hádegi í gær. Sunnudagurinn var tekin í leti. Borðuðum sushi og horfðum á Maria Full Of Grace. Mæli með henni, rosalega góð mynd.

Ég á tvo pakka í tollinum sem að ég á von á að þeir keyri heim í kvöld. Helling af garni og svo pöntunina mína frá Silkweaver!!! Jibbý! Ég elska að fá pakka!

3 Comments

Filed under Uncategorized

Þvílík…

… svefnpurrka!

Hún Karítas steinsofnaði í gærkvöldi um hálf átta leytið. Ég reyndi að vekja hana tvisvar sinnum en hún harðneitaði að vakna. Svo rumskaði hún um eittleytið og fékk sér að drekka og hélt áfram að sofa. Ég vakti hana svo um tuttugu mínútur yfir tíu í morgun. Hún hefði örugglega sofið lengur ef ég hefði ekki vakið hana.

4 Comments

Filed under Uncategorized

Fjórir búnir…

… einn eftir! Ég verð nú að viðurkenna það að ég er komin með pínulítið leið á þessum vettlingum. Langar að gera stærri Mill Hill myndir næst og svo langar mig líka að sauma dýrin frá Margaret Sherry, kúnna, hestinn, svínið og hænuna sem að voru í einhverju bresku blaði í september.

En hérna er þessi vettlingur tilbúinn:
Image hosted by Photobucket.com

Þá er bara þessi hér eftir.

________________________

Four down, one to go!

I finished the fourth Mill Hill mitten tonight. I will admit that I am getting a little sick of doing them. I want to do bigger Mill Hill projects next and I also want to do the farm animals from Margaret Sherry, the horse, cow, pig and chicken that were featured in one of the british magazines in September, if I remember correctly.

Well, there is only one more mitten left on my ToDo list for this christmas, and it is this one. Then it is onto bigger and hopefully more fun things.

4 Comments

Filed under Uncategorized

Við fórum með…

… Karítas Árný í 9 vikna skoðun í dag. Daman er orðin 5510 grömm og 57,5 cm löng! Duglega stelpa! Enda algjör bolludís.

Svo kom ég við í bakaríi og Mio skutlaði mér og Karítas svo til Rósu þar sem að við heimsóttum hana og skvísurnar hennar tvær, Þorbjörgu Eyju og Sóley Birtu. Mikið var það gaman og gott. Við þurftum báðar á því að halda að komast aðeins frá heimilinu.

Takk fyrir daginn Rósa mín! Hlakka til að sjá þig aftur sem allra fyrst.

Hvað á ég að hafa í kvöldmat? Nei… ég er ekki ennþá búin að setjast niður og gera þetta blessaða kvöldmatarplan eins og ég ætlaði mér :-/

2 Comments

Filed under Uncategorized