Monthly Archives: November 2005

Ég og mamma…

… vorum rosalega duglegar í dag! Ég kláraði að ganga frá vettlingunum sem að ég er búin að vera að sauma. Límdi aftaná þá og setti á þá hengi.

Image hosted by Photobucket.com

Og svo gerðum við þetta jólaskraut sem að ég er rosalega ánægð með:

Image hosted by Photobucket.com
Fleiri myndir hér: 1 * 2 * 3 * 4

Þetta er Love Tree frá M-designs. Ég ætla sko að gera fleiri svona. Það er hægt að fá þessi munstur með nöfnunum sínum á í sérpöntun og mig langar mikið að panta svoleiðis fyrir okkur fjölskylduna fyrir næstu jól.

Við gerðum meira, en restin er leyndó í bili ;o)

_______________________________

Me and my mother were very productive today. We finished up the Love Tree from M-designs and I backed the mittens and put hangers on them. I want to order personalized trees from M-designs for next christmas for myself, Mio and our girls. I think they are absolutely beautiful!
We did more stuff, but the rest is a secret for now! Check out the links to more angels of the tree!

8 Comments

Filed under Uncategorized

Þegar mamma…

… mín er búin að vinna í dag ætlar hún að koma og sækja mig og Karítas. Ég ætla að fara og föndra smá með mömmu. Ganga frá jólaskrautinu í jólaskrautskiptin í saumaklúbbnum mínum. Líma felt/filt (hvort segir maður?) aftan á vettlingana og setja á þá hengi.
Jafnvel stoppa í IKEA og athuga hvort að ég finni ramma fyrir kusuna, toy shop myndina og fleira. Var að átta mig á því að það er margt og mikið sem að ég þarf að ganga almennilega frá svo að þetta verði hentugar jólagjafir. Það er víst ekki nóg að sauma þetta bara, maður þarf að gera eitthvað úr þessu ;o)

Annars er ég búin að vera óttarlega orkulaus. Rósa frænka kom í heimsókn í fyrsta skipti í u.þ.b. ár og það var sko ekki gaman. Fékk hita og alles. Finnst ömurlegt að byrja svona snemma á þessu fjárans veseni aftur! En þetta var líka svona eftir að ég átti Sumarrós… var bara að vonast til að fá aaaaaðeins lengri pásu á þessum fjanda núna.

Jæja.. ætla að sauma meira í jóla sæta þar til mamma kemur. Næ jafnvel að klára hann, ef ég verð dugleg!

2 Comments

Filed under Uncategorized

Loksins…

… loksins kom pósturinn með pakkann með DMC garninu mínu! Við erum að tala um það að ég bað þá um að senda þetta heim fyrir viku síðan. Yfirleitt hef ég alltaf fengið pakkana mína samdægurs og ég tala við þá!

Image hosted by Photobucket.com

Þetta eru u.þ.b. 200 dokkur af DMC garni. Það var útsala hjá AC Moore í USA um daginn, 6 dokkur fyrir einn dollara svo að auðvitað stökk ég á tækifærið og bað eina vinkonu mína í USA að kaupa fyrir mig smá á lagerinn minn. Það er bara ekki hægt að fá betri díl en þetta held ég. Dokkan á 10 kall í staðinn fyrir 100 – 120 krónur eins og tíðkast hér á skerinu!

Ég veit ekki hvar ég væri stödd, saumalega séð, ef ég hefði ekki erlendu saumavinkonur mínar innan handar við að aðstoða mig við þessa “fíkn” mína. Þær hafa hjálpað mér að spara SVO mikinn pening að það er ekki fyndið! :o)

6 Comments

Filed under Uncategorized

Muuuu, segir…

… kusan.

Var að klára þessa og ég er alveg ofsalega skotin í henni! Hún var fljótsaumuð og skemmtileg.
Næst á dagskránni er hinn árlegi jólasveinn frá Lizzie*Kate, en ég íslenskaði textann og hjá mér mun standa “Hér kemur jóli”.
En hérna er mynd af kusunni sætu!

Image hosted by Photobucket.com

Muuuu, says the cow!

I just finished this one and I love it, I think she is so cute! It was a fast stitch and really fun. Next I am going to do the yearly santa from Lizzie Kate. I changed the text to icelandic though :o)

6 Comments

Filed under Uncategorized

Sumarrós fór…

… í skólann í dag, það var jólaföndur. Ég bakaði muffins í gær fyrir kökubasarinn og pabbi hennar fór með hana og þau bjuggu til þennan fína jólasvein. Hann verður sko í uppáhaldi um ókomin ár á þessu heimili! Svo skelltu þau sér í bíó og sjáu þarna kjúklingamyndina. Og ég er búin að komast að því að Sumarrós langar að sjá Harry Potter en þorir því ekki. Ég er óskaplega fegin því að hún skuli hafa vit á því sjálf. Hún sá sýnt úr henni um daginn og sagði mér að hún ætlaði bara að sjá hana þegar hún væri orðin stærri.

Mér gengur rosalega vel að sauma kusuna eftir Margaret Sherry. Þetta eru temmilega stórar/litlar myndir og auðsaumaðar. Og skemmtilegar, sem að skiptir öllu máli. Ég held að ég hafi aldrei saumað mynd eftir MS sem að mér fannst leiðinlegt að gera. Oft mikill afturstingur, en mér finnst hann líka skemmtilegur.

En jæja.. ég ætla að koma mér vel fyrir í sófanum og sauma og horfa með eyrunum á myndina sem að ég tók útá leigu áðan sem að heitir 16 years of Alcohol.

1 Comment

Filed under Uncategorized

Tada!!!!!!!

Ég er búin með alla vettlingana sem að ég ætlaði mér að gera fyrir þessi jól!
Á morgun ætla ég að byrja á Margaret Sherry dýrunum! JIBBÝ!!!

Image hosted by Photobucket.com

YAY!

I finished the last mitten that I was planning on stitching for this Christmas! Tomorrow I am going to start stitching the farm animals from Margaret Sherry! I can’t wait!

5 Comments

Filed under Uncategorized

Ef það er eitthvað…

… sem að gerir mig brjálæðislega hamingjusama og lætur mig fá fiðrildi í magann þá er það Barbapabbi og fjölskylda hans! Og sjáið bara hvað mamma mín var að koma með handa mér:

Image hosted by Photobucket.com

Ég hef elskað Barbafjölskylduna síðan ég man eftir mér. Átti allar bækurnar og horfði alltaf á þá í sjónvarpinu, baðaði út höndunum og sagði “baba pabba baba pabba” og söng með laginu. Vissi hvað þeir hétu allir og átti einmitt svona litla gúmmíkalla eins og þessa af þeim öllum. En í gegnum árin týndust þeir. Nú hefur mamma mín ákveðið að gefa mér þá alla aftur smátt og smátt. Ég get ekki lýst því hvað það gerir mig glaða! Takk mamma, þú ert og hefur alltaf verið bestust í geimi!

Styrmir kom í langþráða heimsókn til okkar áðan og kíkti á Karítas. Hún virtist mjög skotin í honum, enda ekki annað hægt 😀 Gott að fá Styrmi í heimsókn og við ætlum að kíkja á hann og nýju íbúðina hans við fyrsta tækifæri!

6 Comments

Filed under Uncategorized