Ég vann upp…

… hugrekki í nótt til að byrja á fyrsta harðangursverkefninu mínu. Las leiðbeiningarnar með morgunmatnum og byrjaði núna áðan. Er bara að gera borderinn sem að er krosssaumur svo að það er ekkert nýtt fyrir mér í þessu verkefni ennþá, en það kemur að því.

Ég valdi að byrja á Christmas Gold sem að er svona lærdómskit frá Victoria Sampler. Það er heil lína til af þessum lærdómskitum og ég verð að vera sammála bæði Sonju og Rósu að leiðbeiningarnar eru snilld. Mjög auðskiljanlegar og ef maður gerir þetta bara eftir þeim ætti þetta ekki að vera mikið mál.

Ég valdi þetta verkefni sem byrjunarverkefni því að það þarf ekkert að klippa. En svo á ég tvö kit til viðbótar og í þeim báðum þarf að klippa svo að það er gott að byrja á þessu til að hita sig aðeins upp og fá tilfinninguna fyrir þessu. Hin kitinn heita Hardanger Wreath og Boquet.

6 Comments

Filed under Uncategorized

6 responses to “Ég vann upp…

 1. Anonymous

  æjjijhh…mig langar svo að kunna svona fínt!! Væri ekki leiðinlegt að búa til svona fínt fyrir jólin 😦

  Erla

 2. Litla Skvís

  Þá kemur þú bara í heimsókn til mín við tækifæri og ég skal kenna þér það sem að ég kann! Þetta er ofsalega einfalt og skemmtilegt, ég lofa!!!

 3. Rósa

  Ég hlakka til að sjá mynd 🙂 Þessi mynd, Christmas Gold, er svakalega flott. Og hinar auðvitað líka 🙂 Gott að heyra að þetta gengur svona vel 🙂 Leiðbeiningarnar eru bara snilld!

 4. Anonymous

  já….það er nú bara aldrei að vita að maður myndi rukka þá heimsókn – kíkja á krúttið og svona!!!! Hmm….væri gaman að koma á óvart um jólin 😉

  Erla

 5. Litla Skvís

  Ekki málið Erla mín, bara anytime. Ég er nú oftast heima þessa dagana svo að það væri bara gaman að fá heimsókn 🙂

 6. Hafrún Ásta

  Ja ef þú ert að bjóða kennslu sko hehehe ;o) hver veit nema maður prófi og kíki á þig eitthvert kvöldið í rólegheitum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s