Versli versli versl…

Já ég var að eyða meiri peningum í saumadót. Verð að fara að hemja mig!

Keypti Large Treat Bag (neðst á síðunni) á Hrekkjavökuútsölunni hjá Silkweaver. Ég gat bara ekki hamið mig eftir að ég sá hvað Rósa fékk fínt í sínum pakka ;o) Og svo keypti ég silkiþræði hjá Sew&So fyrir Dragonfly Scissor Purse frá Just Nan. Ég hlakka ekkert smá til að prófa að sauma með silkinu. Hef aldrei saumað með svoleiðis áður en hef heyrt að það sé algjör draumur! Ætla samt ekki að byrja á þessu fyrr en EFTIR jól! Sauma þetta kannski á milli jóla og nýárs. En amk ekki fyrr en jólagjafir eru tilbúnar!

Svo er ég loksins búin að taka aftur upp prjónana. EN, ég held að ég hafi gert vitleysu í peysunni hans Mio :-/ Er ekki alveg viss þar sem að ég er ekki neitt rosalega fær í að lesa prjónauppskriftir svo að ég ætla að biðja Ágústu kíkja á þetta með mér á morgun. Veit ekki hvar ég væri stödd ef ég hefði ekki saumaskvísurnar mínar til að aðstoða mig þegar ég verð svona strand :o)

6 Comments

Filed under Uncategorized

6 responses to “Versli versli versl…

 1. Hafrún Ásta

  Skil þig svo vel keypti mér medium treat bag held ég og eitthvað fleira hehehe :o/ og er að hugsa um að kaupa meira eitthvað sem þú mælir sérstaklega með þar sem gæti verið að ég hafi ekki prófað.. ??

 2. Litla Skvís

  Hmmm, hefuru prófað að sauma í Belfast Linen? Það er draumur, svo að ef þú átt ekkert af því mundi ég skella mér á það á þessari útsölu, því að það er yfirleitt frekar dýrt efni.

 3. Hafrún Ásta

  ok góð hugmynd hehe var einmitt að skoða það í dag í vinnunni er að hugsa um að kaupa þannig.

 4. Rósa

  Mér finnst cashel linen líka gott að sauma í. Nálarúllan mín er í þannig og mér fannst æðislegt að sauma hana í það efni. Eina efnið sem ég hef átt erfitt með er Jobelan en það er svo þykkt.. Annars er ég enginn sérfræðingur í þessu dóti, er svo til nýbyrjuð að leika mér með svona evenweave og hör.

  Annars ætlaði ég að segja að ég skellti mér líka á Halloween útsöluna hjá þeim. Fékk mér reyndar medium mystery pakka því ég er svo nýbúin að fá hjá þeim grab bag og er ekkert byrjuð að nota af því. En svo freistaðist ég líka til að kíkja á odds and ends síðuna hjá silkweaver og pantaði soldið þar líka 🙂 Þar getur maður fengið helling af bútum á ágætisverði bara.. maður getur alltaf réttlætt svona efniskaup 😀

 5. Hafrún Ásta

  hehe láttu mig vita var að panta meira núna hehehe

 6. Litla Skvís

  Rósa: Mér finnst Jobelan einmitt æðislega gott efni hehe. Fyndið hvað smekkur manna (eða kvenna) er oft misjafn. En ég er samt hrifnari af höri heldur en evenweave efnum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s