Prjónarnir…

… hafa verið uppivið þessa dagana. Ég klóraði mig framúr bakstykkinu á peysunni hans Mio í gær, og byrjaði á öðru framstykkinu. Karítas fannst voðalega gaman að sitja og horfa á mig prjóna.

Svo var hér gestagangur í gær. Fyrst kom mamma með skó á stelpurnar mínar. Kuldaskó handa Sumarrós og þvílíkt krúttlega spariskó á Karítas. Verða góðir um jólin.

Svo kom Rósa mín til okkar með Sóley Birtu. Það var sko mikið gaman að fá þær mæðgur í heimsókn og stefnum við Karítas á að fara til þeirra á mánudag/þriðjudag ef veðrið verður gott.

Svo kom Ágústa með Ella og Mio tók Ella í fyrsta trommutímann sinn. Á meðan sátum við Ágústa inni og saumuðum og kjöftuðum. Bara næs.

Sushi í kvöldmat og almenn leti. Bragðarefur í eftirrétt.

Ætla að halda áfram að prjóna í dag, og sauma inná milli í eins og einum Mill Hill vettling.

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Prjónarnir…

  1. Hafrún Ásta

    Dugnaður er í stelpunni hehe :o)

  2. deibpia

    Þú ert svo dugleg Linda mín!!
    En ég hlakka ekkert smá til að sjá peysuna þegar hún er tilbúin og hann á eftir að verða ekkert smá “hönk” í henni! 😀

    Það var ekkert smá gaman að koma til þín og ég vildi að ég hefði getað verið aðeins lengur! En við verðum þá bara að hittast oftar :oþ

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s