Hvaða endalausi…

… þriðjudagur er í gangi?

Mér líður einfaldlega ekki nógu vel. Í gær og fyrradag var það hausverkur og kalt/heitt til skiptis en þó enginn hiti. Í dag er ég gjörsamlega að farast í maganum. En engin uppköst í gangi. Bara alveg hrikalega flökurt.

Ég veit að það er fimmtudagur, en mér líður samt þriðjudagslega og ég er ekki að fíla það.

Tengdó aftur farin til Köben. Ég er næstum því pínu abbó… Mig langar til Köben.

6 Comments

Filed under Uncategorized

6 responses to “Hvaða endalausi…

 1. deibpia

  ja hérna elskan mín..
  vonandi fer þessu nú að ljúka!
  Skil þig að vera “næstum því pínu abbó”
  Ég hef varla geta gert nokkurn skapaðan hlut í 2 ár og er að verða gráhærð!!!

  **KNÚS**

 2. Hafrún Ásta

  *KNÚS* vonandi fer þér að líða betur það er svo hráslagarlegt úti núna að manni verður kalt bara af að horfa út um gluggann.

 3. Asdis

  Ég get ekki annað en hugsað: “Vá hvað ég hef það gott.. stelpurnar mínar orðnar nokkuð stórar og ég nenni ekki að koma með fleiri börn”. Mér finnst nefnilega ROSALEGA gaman og gott að geta gert alveg helling af því sem *mig* langar til að gera. Sjálfselskan er að drepa mig!!!

 4. Litla Skvís

  Rósa: Já mér líður betur núna. Skil ekki þetta morgunslen sem að fylgir mér því að ég get sagt með 100% vissu að ég er EKKI ólétt! LOL

  Hafrún: Takk fyrir knúsið. Já morguninn var ljótur, en það er betra úti núna.

  Ásdís: Hehe, ég VEIT samt að þig langar í eitt í viðbót ;o)

 5. Hafrún Ásta

  Ég væri alveg til í eitt enn… ;o) Ekki eins og það sé neitt leyndarmál.

 6. Asdis

  Linda mín, ég held ég láti það duga að fá ungbarnaknús hjá börnum systkina minna því þau eru bara rétt að byrja 😉 Ég held að löngunin hjá mér sé svona ca. 5% á móti 95% af ekki-löngun.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s