Mér líður..

… betur. Lagði mig aftur þegar Karítas sofnaði, vaknaði fór í sturtu og er miklu betri. Er amk ekki flökurt lengur og er að borða morgun/hádegismat.

Ég held að ég þurfi að kaupa GPS tæki til að hafa niður á útifötunum hennar Sumarrósar. Hún týnir öllu! Þarf að fara í skólann og gramsa eftir regngallanum og snjóbuxunum hennar. Og eins og 2 – 3 húfum og vettlingum ásamt ullarsokkum. Hún passar sig ekki alveg nógu vel að muna eftir hlutunum. Æji, það hlýtur að koma bara. Hún er náttúrulega bara nýbyrjuð á þessu. Í leikskólanum var alltaf passað svo vel uppá þetta fyrir þau. Og núna eru þau á flakki frá stóra skólahúsinu og útí litlu skólastofurnar útá lóð og í sund og leikfimi og svona.

Hvað ætti maður að gera í dag? Er eitthvað hálf andlaus.

5 Comments

Filed under Uncategorized

5 responses to “Mér líður..

 1. Sveina

  Sauma sauma sauma og aftur sauma…mig langar svo að geta sökkt mér ofaní saumaskapinn en á að vera að læra…er nefnilega búin að fá jólaafghaninn minn og er rétt aðeins byrjuð á honum…

 2. Hafrún Ásta

  ég mundi sauma eða lesa kannski smá Harry Potter ;o) oh mig langar í bók 6 á hljóðbók anyone ….

  hehe

 3. Anonymous

  ef þú finnur svona einfalt tæki sem virkar… viltu láta mig vita því að hann Anton minn er nákvæmlega eins! Ótrúlega mikið búið að týnast…

  kv Lena

 4. Ágústa

  Þekkir maður þetta með að það týnist allt lauslegt. Ég var venjulega í stöðugum ferðum upp í skóla þegar mín voru minni að gramsa í óskilakörfunni og fann nú oftast eitthvað.

 5. Asdis

  Fyrstu 3 árin í skóla eru held ég bara “týna öllu” árin. Það er ótrúlegt hvað maður þarf að fara í gegnum mikið af húfum og vettlingum sérstaklega, á börnin á þessum árum. Nú er mín eldri komin í 4. bekk og er ekki búin að týna neinu í haust (vei!!!)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s