Endurnýjun…

… fataskápsins míns gengur rosalega vel, með dyggri aðstoð tengdamömmu! Hún kom frá Köben í gærkvöldi og var að koma niður með æðislegt pils og peysu handa mér! 😀 Og kjól handa Sumarrósinni. Vúhú fyrir nýjum fötum!

Annars gekk ekki að finna GPS staðsetningartæki fyrir fötin hennar Sumarrósar. Dauðaleit hefur verið gerð að snjóbuxunum. Mio leitaði um allan skólann, mamma leitaði heima hjá sér, pabbi hennar Sumarrósar leitaði hjá sér, og ég spurðist fyrir um snjóbuxurnar hjá vinkonu hennar en allt kom fyrir ekki. Ég fór í gegnum óskilamunina í gæslunni í skólanum áðan og neibb, engar snjóbuxur. Svo að við Sumarrós og Fanney systir brunuðum í H&M búðina og ég fann þessar fínu snjóbuxur á 3þúsund kall. Ekki slæmt. Og þær eru bleikar, eins og gengur og gerist þegar maður er 6 ára. Hún fékk líka aðrar buxur í skólann og bol.

Ég er búin að vera á leiðinni að gera matarprógram fyrir mánuðinn í langan tíma en aldrei verður neitt úr því hjá mér. Langar að gera lista yfir hvað verður í matinn á hverjum degi til að koma í veg fyrir spurninguna óþolandi “Hvað eigum við að borða?” sem að ég og Mio köstum okkar á milli á hverjum einasta degi! Mér finnst virkilega gaman að elda, en að ákveða hvað það á að vera er SVO leiðinlegt! Sérstaklega þar sem að maður er með eina virkilega matvanda 6 ára á heimilinu :-/

Er alveg að verða búin með fjórða vettlinginn og er líka að verða búin með jólaskrautið fyrir jólaskrautsskiptin í saumaklúbbnum mínum. Get að sjálfsögðu ekki uppljóstrað hvað það er fyrr en viðtakandinn er búin að fá það í hendurnar ;o)

Karítas er 2ja mánaða í dag! Það er bara rugl hvað tíminn er fljótur að líða!

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Endurnýjun…

  1. Hafrún Ásta

    Já þessi matvendni þekkist hér en þó var nú svo undarlegt að Hafsteinn hljóp beint að borðinu og borðaði þrettán kjötbollur (sojabollur) og kartöflumús þá þurfti ég að ná í Heiðmar Mána óvenjulegt og hann borðaði minna en Hafsteinn. Svo sofnaði Hafsteinn bara strax en Heiðmar Máni ekki. Öfugsnúinn dagur hehe.

    Heppin Sumarrósin nýjar buxur og bolur auk snjóbuxna hún á eftir ða týna helling í viðbót hehe en svo væri nú týpískt að þær kæmu í leitirnar núna því það er búið að kaupa nýtt.

  2. Ágústa

    Verst með snjóbuxurnar er ég er viss um að Sumarrós er alsæl með þessar bleiku.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s