Ég keyrði…

… Sumarrós í skólann í morgun. Fyrsti tíminn var dans. Sá sem að kennir þeim dans er gamli danskennarinn minn úr fyrrum Nýja Dansskólanum, hann Níels. Hann knúsaði mig og leyfði mér að sitja aðeins inni í tímanum og ég fékk að sjá litlu krílin dansa enskan vals. Það var æði. Ég verð að fara aftur að æfa dans, bara verð.

Vikan er læknavika. Ég fór til læknis á þriðjudaginn, Sumarrós í dag og Karítas fer í 9 vikna skoðun á morgun. Eftir skoðunina ætlum við Karítas í heimsókn til Rósu okkar.

Ég kláraði Harry Potter and the Goblet of Fire í gærkvöldi. Án efa uppáhalds Harry Potter bókin mín so far. Þarf að fá mér bækur 5 og 6. Finnst gaman að vera svona eftirá með Harry Potter lesturinn minn.

Og þar sem að mig vantaði nýja bók ákvað ég að lesa Meistarann og Margaríta aftur. Hef ekki lesið hana alltof lengi og hún er bara SVO ótrúlega góð. Svo langar mig að lesa Verónika ákveður að deyja.

Ætla að taka því rólega í kvöld. Er pínu þreytt eftir daginn, enda búin að vera á miklum þeytingi.

15 Comments

Filed under Uncategorized

15 responses to “Ég keyrði…

 1. Sveina Saumastelpa

  Ég skal selja þér 5.bókina…á hana í harðspjalda…hún er ólesin…

 2. Litla Skvís

  Á ensku eða íslensku? Ég les þær bara á ensku 😉

 3. Dagný Ásta

  hehe, er hann enn að kenna 🙂 frábært 🙂

  ég á 5 og 6 á hljóðbók 😛

 4. Sveina Saumastelpa

  Að sjálfsögðu á Ensku…ég les þær líka bara á ensku…langar samt í þær á ísl..til að lesa fyrir Patrik Þór þegar hann er orðinn aðeins stærri:)

 5. Litla Skvís

  Dagný: Jabb, og lítur bara vel út kallinn! Gaman að sjá hann aftur, hafði ekki séð hann í einhver 10-12 ár eða svo!

  Sveina: OK díll! Vúhú! Þá þarf ég að flýta mér að lesa Meistarann og Margaríta!

 6. Asdis

  Harry Potter er ánetjandi. Alveg eins og bækurnar hans Paulo Coelho eru ánetjandi. Verónika ákveður að deyja er bók sem allir ættu að lesa. En maður má ekki flýta sér að lesa hana…

 7. María

  Fyndið að Níels kennir sumarrós dans.

 8. Hafrún Ásta

  ég á auka eintak af 5. bókinni á ensku viltu hana Linda ;o)

  Dagný Ásta – er einhver möguleiki að fá bók 6 á hljóðbók hjá þér? Ég á þær allar á íslensku og ensku og vantar bók 6 á hljóðbók … Já ég er hopeless Harry Potter FAN

 9. Dagný Ásta

  Hafrún Ásta,
  lítið mál.. kem á klakann 23des og verð heima til 2 jan.. ætti að geta brennt á disk og látið þig fá þá 🙂

  Linda, ætla að reyna að komast í ljósritunarvél í jólafríinu þannig að ég ætti að geta látið þig fá öryggisafrit af mh dótinu 🙂

 10. Sonja

  Áttu Veróníka ákveður að deyja?

 11. Litla Skvís

  Sveina & Hafrún: Hver býður betur? Hehehe, ég er alveg til í að kaupa hana hjá annari hvorri ykkar. Nú er bara sú sem að býður best!

  Dagný Ásta: Ekki málið skvís, eins og ég sagði, ég “held” *hóst* að ég eigi “nóg” *hóst* að sauma í “bili” *hóst*

  Sonja: Neibb, ég á hana ekki.

 12. Juul

  Hi Linda,
  Harry Potter…?!?!!??
  Has arived over here to…
  Bye Juul. :o)

 13. Hafrún Ásta

  Dagný Ásta *RISAKNÚS* til þín ég ELSKA Harry Potter ;o) þú ert algjört æði.

  Lind ég held að Sveina hafi verið á undan ;o) ég verð bara að sætta mig við það er það ekki :o) Hvernig er þetta er ekkert keppnisskap í dömunni hehehe.

 14. Sissú

  Ég er búin að óska mér nýjustu bókina með Harrý í jólagjöf, mér finnst hann æði og alveg frábært að hafa hann hjá sér í rúmminu 🙂
  En hvaða bækur eru eftir Paulo Coelho ?

 15. Litla Skvís

  Sissú: Ég á 1,2 og 3 en vantar allar hinar. Fékk 4 lánaða hjá Ágústu en langar að eiga þær allar. Svo skemmtilegar bækur!!!
  Paulo Coelho hefur t.d. skrifað Alkemistann og Ellefu Mínútur til dæmis.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s