Á laugardaginn…

… fór ég í gæsapartý til heiðurs Guffu vinkonu sem að er að fara að gifta sig í desember. Þarna voru samankomnar vinkonur hennar, gamlar skólasystur okkar og fleiri skemmtilegar stelpur. Þetta var alveg svaka stuð! Við hittumst allar heima hjá Magndísi þar sem að farið var í Sing Star og Guffa fór á kostum!

Svo var ferðinni heitið á Óliver þar sem að dansgólfið var tekið með stæl af Móniku og fleirum. Styrmir vinur minn hitti mig þar og það var bara yndislegast að hitta hann loksins aftur! Svo fórum við Styrmir, Anna Sigga, Mónika og Íris María yfir á Kaffibarinn. Hittir þar Óskar Björn, Nalda og frú og fleira skemmtilegt fólk. Kom ekki heim fyrr en rúmlega 5 um morgunin, gjörsamlega að drepast í fótunum eftir allt danseríið.

Takk fyrir mig stelpur! Ég skemmti mér konunglega!

Karítas svaf bara á meðan mamma skemmti sér og vaknaði ekki fyrr en á hádegi í gær. Sunnudagurinn var tekin í leti. Borðuðum sushi og horfðum á Maria Full Of Grace. Mæli með henni, rosalega góð mynd.

Ég á tvo pakka í tollinum sem að ég á von á að þeir keyri heim í kvöld. Helling af garni og svo pöntunina mína frá Silkweaver!!! Jibbý! Ég elska að fá pakka!

3 Comments

Filed under Uncategorized

3 responses to “Á laugardaginn…

 1. deibpia

  Gaman að heyra að þú skemmtir þér svona vel!
  Auðvitað var Karítas sami engillinn og leyfði mömmu sinni að hvíla sig líka 😀
  Endilega leyfðu okkur að vita/sjá hvað þú færð frá Silkweaver! Þetta eru sko skemmtilegustu pakkarnir sem ég fæ!

 2. Rósa

  Ég elska Sing Star! Gott að heyra að þú skemmtir þér svona vel, mömmur þurfa líka að fá að skemmta sér 🙂

  Ég fékk einmitt tilkynningu frá tollinum um að ég hefði fengið pakka frá Silkweaver. Hlakka þvílíkt til að fá hann í hendurnar og sjá hvað ég fékk í treat bag 🙂

 3. Guffa

  Takk fyrir síðast sætust:) Það var meira enn æði að fá þig:) Kem og kíki á skutluna þína as soon as possible… xxx guffa

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s