Pakkinn minn…

… frá Silkweaver er kominn í hús! En bara hann! Pakkinn hans Mio kom ekki og ekki heldur hinn pakkinn minn með DMC garninu mínu :-/ Þannig að ég ætla að hringa aftur í tollinn á morgun og kvarta meira.

En, að því skemmtilega, innihaldi pakkans:

 • 32ct Lugana Solos – 24 x 27 tommur (gulbrúnn einhvernvegin)
 • 28ct Lugana Solos – 13 x 18 tommur (fjólublár)
 • 32ct Lakeside Linens – 13 x 18 tommur (Meadow Rue)
 • 27ct Zweigart Linda – 9 x 13 tommur (New Khaki)
 • 28ct Opalescent Cashel Linen -18 x 26 tommur (Glistening Cream)
 • 28ct Zweigart Glasgow Linen – 9 x 13 tommur (Natural)
 • 32ct Belfast Linen – 18 x 27 tommur (Miracle Mint)
 • 32ct Belfast Linen – 9 x 13 tommur (Baby Lotion)
 • 18 ct Zweigart Softana – 9 x 13 tommur (Forest Green)

Vúhú! Hellingur af nýjum efnum 😀 Ég var pínu svekkt að fá bara efni því að það stóð á síðunni að maður gæti fengið garn, munstur, tölur, perlur og ýmislegt fleira. En, ég er mjög ánægð með öll efnin svo að þetta er ekkert stórmál :o)

10 Comments

Filed under Uncategorized

10 responses to “Pakkinn minn…

 1. deibpia

  ooh, en pirrandi fá bara 1 af 3 😦

  En vá hvað þú hefur fengið mikið af efnum.
  En skil þig að vera pínu svekkt að hafa bara fengið efni.
  Ég skráði mig einmitt í þennan mánaðarpakka (þetta er sá sami og ég er með er það ekki???) út af því að það er meira en bara efni.
  En þú færð þá eflaust eitthvað annað en bara efni næst 😀

 2. Litla Skvís

  Já frekar pirrandi. Og það leiðinlegasta sem að ég geri er að hringja útaf einhverju svona rugli :-/

  Þetta er sko ekki fabric of the month pakki eða svoleiðis áskrift, þetta er frá útsölunni þeirra þarna um daginn, spooktacular dæminu :o)

  Langar samt að fá mér svona áskrift… er að spá í að láta bara verða af því ;o)

 3. Rósa

  Tollurinn klúðraði einni sendingu hjá mér í sumar og þegar ég leitaði eftir leiðréttingu þurfti ég að senda þeim kvittanir og fá staðfestingu frá sendanda og guð má vita hvað þannig að ég bara nennti ekki að spá í þetta. Þeir reiknuðu sko vitlaust tollinn, reyndar munaði ekki neinni stórupphæð, kannski 500-1000 kalli.

  Ég er búin að breyta minni áskrift, er komin í rotating fabric of the month klúbbinn. Ég held að það geti verið soldið spennandi, mig er nefnilega farið að langa að fá bara efni, ekki garn eða slíkt. En samt langaði mig ekki í neinn ákveðinn klúbb, t.d. bara lugana eða bara solo efnin. Annars er ég orðin óð í efnin þeirra 🙂 Er orðinn nokkurs konar Silkweaver-stalker…

 4. Hafrún Ásta

  Note to self kaupa stóra á næsta ári hehe en ég fékk nú svo flott efni setti nú ekki inn lista en er strax byrjuð að nota eitt þeirra hehehe. Jamm það fór í notkun í sumarbústaðnum og það er svo æðislegt efni.

  Vonandi skila hinir sér í kvöld eða dag. ég einmitt á núna einn í tollinum og vona að hann komi í kvöld. Lenti í böggi síðast þeir sögðu að það væri ekki reikningur en vildu svo ekki segja mér almennilega hvað væri í pakkanum og fékk svona næstum að vita það og sendi þeim reikning sem passaði miðað við það.

 5. Katrín

  Hvað heitir þessi pakki, og hvað kostar hann? Skráði mig í Stash of the month og er búin að fá einn pakka. En ég þurfti að borga 900 kall í toll og fannst það dáltið mikið, þá er ég að borga um 2.400 kr fyrir tvo efnisbúta, fjórar tegundir af sprengdu garni og eitt hefti með munstrum (mjög flott reyndar).

 6. Hafrún Ásta

  Ég held Katrín að það sé nú ekkert svakalega dýrt fyrir þetta allt saman. En handavinnudót er bara svo flott. hehe

 7. Litla Skvís

  Rósa: Ég var í svona rotating fabric klúbb og var MJÖG ánægð með það. Fékk alveg geðveikislega flott efni, allskonar liti og gerðir af efnum. Algjört æði!

  Hafrún: Já, stóri pakkinn var æði ;o) Mig langar að sjá hvað þú fékkst í þínum pakka!

  Katrín: Þetta var á Spooktacular Mystery Sale hjá þeim um daginn. Og þetta var Large Treat Bag. Hann kostaði $50 (um þrjú og fimm) og svo borgaði ég 1.600 í toll. Mér finnst það alls ekki mikið í ljósi þess að a) það er ekki séns að fá svona fallege efni hérna heima
  b) þetta er fáránlega mikið af fallegum efnum og mundi sko kosta nærri 10 eða 15 þúsundunum ef þetta fengist hér.

  Mér finnst ekki mikið að borga 2400 fyrir Stash of the Month klúbbinn, vegna fyrrnefndra ástæðna ;o) En það er bara mín skoðun.

 8. dagný ásta

  úfff.. ég væri til í þennan pakka.. held ég bíði með samt skráningar í svona klúbba þar til ég flutt heim.. enda er ekki mikið eftir af tímanum hérna í danaveldi.. hvað eru 7-8 mánuðir á milli vina? 😉

 9. Katrín

  Nei 2.400 er kannski ekki mikið, ég kaupi sjaldan efni þannig að ég fylgist ekki vel með verðlagningunni. Allavega bara gaman að fá svona “lukkupakka” sem maður veit ekki hvað er í. Og getur örugglega notað það allt!

 10. Hafrún Ásta

  Ú stuð stuð stuð kannski maður skrái sig í svona hehe ;o) ótrúlegt hvað svona föndur og handavinna eikur á söfnunaráráttuna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s