Ef það er eitthvað…

… sem að gerir mig brjálæðislega hamingjusama og lætur mig fá fiðrildi í magann þá er það Barbapabbi og fjölskylda hans! Og sjáið bara hvað mamma mín var að koma með handa mér:

Image hosted by Photobucket.com

Ég hef elskað Barbafjölskylduna síðan ég man eftir mér. Átti allar bækurnar og horfði alltaf á þá í sjónvarpinu, baðaði út höndunum og sagði “baba pabba baba pabba” og söng með laginu. Vissi hvað þeir hétu allir og átti einmitt svona litla gúmmíkalla eins og þessa af þeim öllum. En í gegnum árin týndust þeir. Nú hefur mamma mín ákveðið að gefa mér þá alla aftur smátt og smátt. Ég get ekki lýst því hvað það gerir mig glaða! Takk mamma, þú ert og hefur alltaf verið bestust í geimi!

Styrmir kom í langþráða heimsókn til okkar áðan og kíkti á Karítas. Hún virtist mjög skotin í honum, enda ekki annað hægt 😀 Gott að fá Styrmi í heimsókn og við ætlum að kíkja á hann og nýju íbúðina hans við fyrsta tækifæri!

6 Comments

Filed under Uncategorized

6 responses to “Ef það er eitthvað…

 1. Dagný Ásta

  híhí ég átti líka nokkra kalla.. en í gegnum árin hafa þeir fengið að vera í dótakassanum sem krakkar fá að fara í heima hjá ma&pa og einhverra hlutavegna eru þeir allir þvílíkt nagaðir og ljótir 😦

  hvar fær hún þá annars???

 2. Hafrún Ásta

  Oh Barbapappi og co eru æði. Langar svo að gefa strákunum þetta og bækurnar.

 3. Anonymous

  Hi Linda,
  We use to call them Barbapappa and Barbamamma, memories of childhood…
  (I’m just going by the picture, so if you talked about ????? , I didn’t know LOL ???)
  Bye Juul. :o)

 4. Litla Skvís

  Dagný: Ég man ekki hvað búðin heitir, en hún er á Klapparstígnum. Skal spurja mömmu næst þegar ég heyri í henni.

  Hafrún: Já, þeir klikka ekki!

  Juul: Yes, we call them Barbapabbi and Barbamamma. I loved these when I was a kid (still do) and used to have them all. Now they are all lost so my mother decided to buy me new ones and these are the first two of the lot!

 5. Juul

  Hi linda,
  Thanks for the explanation, happy collecting!
  :o) Juul.

 6. María

  Já ég var líka með æði fyrir barbapabbafjölsk. þegar ég var litil þá ætti eiginlega að sýna þetta aftur í sjónvarpinu þetta var það sem maður hofði á. EmÉr fynst bara svo mikið ofbeldi í teiknimyndum ekki bangsimon hann er það er góðar myndir fyrir börn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s