Sumarrós fór…

… í skólann í dag, það var jólaföndur. Ég bakaði muffins í gær fyrir kökubasarinn og pabbi hennar fór með hana og þau bjuggu til þennan fína jólasvein. Hann verður sko í uppáhaldi um ókomin ár á þessu heimili! Svo skelltu þau sér í bíó og sjáu þarna kjúklingamyndina. Og ég er búin að komast að því að Sumarrós langar að sjá Harry Potter en þorir því ekki. Ég er óskaplega fegin því að hún skuli hafa vit á því sjálf. Hún sá sýnt úr henni um daginn og sagði mér að hún ætlaði bara að sjá hana þegar hún væri orðin stærri.

Mér gengur rosalega vel að sauma kusuna eftir Margaret Sherry. Þetta eru temmilega stórar/litlar myndir og auðsaumaðar. Og skemmtilegar, sem að skiptir öllu máli. Ég held að ég hafi aldrei saumað mynd eftir MS sem að mér fannst leiðinlegt að gera. Oft mikill afturstingur, en mér finnst hann líka skemmtilegur.

En jæja.. ég ætla að koma mér vel fyrir í sófanum og sauma og horfa með eyrunum á myndina sem að ég tók útá leigu áðan sem að heitir 16 years of Alcohol.

1 Comment

Filed under Uncategorized

One response to “Sumarrós fór…

  1. Hafrún Ásta

    Nei nei Linda mín ekki pissa í buxurnar af spenningi hehehehe. Búin að blogga en segi ekki frá henni ég mun sko ekki skemma þessa mynd fyrir neinum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s