Loksins…

… loksins kom pósturinn með pakkann með DMC garninu mínu! Við erum að tala um það að ég bað þá um að senda þetta heim fyrir viku síðan. Yfirleitt hef ég alltaf fengið pakkana mína samdægurs og ég tala við þá!

Image hosted by Photobucket.com

Þetta eru u.þ.b. 200 dokkur af DMC garni. Það var útsala hjá AC Moore í USA um daginn, 6 dokkur fyrir einn dollara svo að auðvitað stökk ég á tækifærið og bað eina vinkonu mína í USA að kaupa fyrir mig smá á lagerinn minn. Það er bara ekki hægt að fá betri díl en þetta held ég. Dokkan á 10 kall í staðinn fyrir 100 – 120 krónur eins og tíðkast hér á skerinu!

Ég veit ekki hvar ég væri stödd, saumalega séð, ef ég hefði ekki erlendu saumavinkonur mínar innan handar við að aðstoða mig við þessa “fíkn” mína. Þær hafa hjálpað mér að spara SVO mikinn pening að það er ekki fyndið! :o)

6 Comments

Filed under Uncategorized

6 responses to “Loksins…

 1. Rósa

  Vá! 10 kall dokkan er ágætlega sloppið myndi ég segja 😉 En já það er klikkun hvað DMC er dýrt hérna. Það er eins og það sé ekki ætlast til að fólk hafi útsaum sem hobbí!!! Ég held að þetta sé samsæri stjórnvalda og bíóhúsanna hér á landi… hmm… já, ég sé sko í gegnum þetta hjá þeim!

  Kannski ég þurfi að fara að taka inn lyfin mín 😀

 2. Litla Skvís

  Jább, góður díll sko! Enda var ég sko fljót að taka saman lista yfir það sem að mig “vantaði” og senda til vinkonu minnar ;o)

  Ég hef heyrt því fleygt að ástæðan fyrir því að DMC er svona mikið dýrara í Evrópu en í USA, sé sú að þeir hjá DMC hafi ákveðið að treysta á magnkaup í USA. En ég meina.. HALLÓ, eins og við mundum ekki kaupa MIKLU meira af DMC garni hérna ef þetta væri á svona rosalega góðu verði hér?
  En svo náttúrulega búum við á einhverju skeri útí ra$$gati svo að þetta yrði ALDREI svona ódýrt hérna hvort eð er :-/

 3. deibpia

  jammí…
  maður fær bara vatn í munninn við að sjá þessa hrúgu! ;oþ
  Geggjaður díll! :oD

 4. Asdis

  Öfund öfund græn af öfund…

 5. Hafrún Ásta

  Vá hvílík magn af garni. Lítur svo vel út hehe. Væri sko til í að fá svona pakka. hehe.

 6. Asdis

  Og bæ ðe vej, pakkaþjónusta póstins: ég bjóst við að fá einn heimsendan á mánudagskvöldið, en ef hann kemur ekki í kvöld fer ég að örvænta. Var að panta mér kort frá Tandem Cottage.. og svona tösku til að sauma út í… og einn grab bag af evenweave/aida… eins og ég þyrfti eitthvað rosalega mikið á því að halda akkúrat núna 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s