Þegar mamma…

… mín er búin að vinna í dag ætlar hún að koma og sækja mig og Karítas. Ég ætla að fara og föndra smá með mömmu. Ganga frá jólaskrautinu í jólaskrautskiptin í saumaklúbbnum mínum. Líma felt/filt (hvort segir maður?) aftan á vettlingana og setja á þá hengi.
Jafnvel stoppa í IKEA og athuga hvort að ég finni ramma fyrir kusuna, toy shop myndina og fleira. Var að átta mig á því að það er margt og mikið sem að ég þarf að ganga almennilega frá svo að þetta verði hentugar jólagjafir. Það er víst ekki nóg að sauma þetta bara, maður þarf að gera eitthvað úr þessu ;o)

Annars er ég búin að vera óttarlega orkulaus. Rósa frænka kom í heimsókn í fyrsta skipti í u.þ.b. ár og það var sko ekki gaman. Fékk hita og alles. Finnst ömurlegt að byrja svona snemma á þessu fjárans veseni aftur! En þetta var líka svona eftir að ég átti Sumarrós… var bara að vonast til að fá aaaaaðeins lengri pásu á þessum fjanda núna.

Jæja.. ætla að sauma meira í jóla sæta þar til mamma kemur. Næ jafnvel að klára hann, ef ég verð dugleg!

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Þegar mamma…

  1. Katrín (allt í kross)

    Jóli er rosa sætur, ertu til í að deila munstrinu einhverntíma?

  2. Hafrún Ásta

    hehe já það þarf víst að koma svona í ramma til að gefa það hehe.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s