Monthly Archives: December 2005

Ég leyfði mér…

… þann unað að byrja á nýju verkefni í dag sem að mig er búið að klæja lengi í puttana að byrja á. Þetta er svona lítil budda utanum saumaskæri frá Just Nan. Ég er að sauma hana í 28ct Glasgow Linen og með þessum líka himnesku silkiþráðum frá Au Ver A Soie. Þvílíkur draumur!!! Ég er búin að sitja hérna í dag og njóta þess í botn að sauma með silki. Það er sko algjör draumur! Og núna er ég auðvitað orðin sjúk því að mig langar að kaupa meira meira meira silki. Verst hvað það er hrikalega dýrt :-/

En hérna sjáið þið hvað ég gerði í dag. Og ég varð að hafa mynd af þráðunum með, svona til að þið sjáið litina og jafnvel áferðina. En það jafnast auðvitað ekki á við að fá að klappa þeim.

Image hosted by Photobucket.com

New project!

I allowed myself to start a project today that I have been itching to start for quite some time. It is a little scissor purse from Just Nan. I am stitching it on 28ct Glasgow Linen and with this heavenly silk threads from Au Ver A Soie. What a dream!!! I have been sitting here today and really enjoying stitching with these threads. And now I have the fever, the silk fever! I just want to buy more and more and more. To bad how expensive it is. On the picture you can see what I did today. And off course I included a picture of the threads, just so you can see the yummy colors and maybe the texture. But off course it is not as good as getting to stroke them!

6 Comments

Filed under Uncategorized

Það var…

… áorkað slatta í dag.

Mio smíðaði ramma fyrir mig til að setja Toy Shop myndina frá Mill Hill í og ég málaði hann í dag og setti myndina í.

Image hosted by Photobucket.com

Og ég kláraði fyrsta daginn í Margaret Sherry 12 dagar jóla verkefninu, en svona leit hún út í dag þegar ég byrjaði að sauma. Hérna er mynd af henni kláraðri.

Image hosted by Photobucket.com

Og ég byrjaði á degi númer 2 og náði að sauma smá slatta í honum í dag :o)

Image hosted by Photobucket.com

Productive day!

My BF Mio made that frame for me and I painted it today and framed Toy Shop from Mill Hill in it. I am very pleased with how it came out.

I also finished the first day in the Margaret Sherry 12 days of Christmas series. This is how it looked like when I started stitching today.
And then I also started day 2 and made some progress there :o)

7 Comments

Filed under Uncategorized

Leyni SAL 3…

… var grafið upp í kvöld!
Já, það er miðvikudagur og nýtt Leyni SAL (það fjórða) byrjar eftir viku. Og ég er á viku 68 í Leyni SAL 3 og vikurnar eru 85 í heildina. Svo að það er eins gott að vera dugleg, en ég ætla að vinna í Leyni SAL 3 eins og ég get með Leyni SAL 4. Svona lítur hún út eftir kvöldið en ég er ekki alveg búin með viku 68, klára hana bara næst þegar ég snerti á stykkinu.

Image hosted by Photobucket.com

MSAL 3

I digged up Mystery SAL nr.3 today. It is wednesday and new MSAL (the fourth one) starts on wednesday next week. I am doing week 68 on this MSAL and there are 85 weeks total. So I better get stitching, but I am going to try to work on MSAL 3 along with MSAL 4 as much as I can. On the picture above you can see how she looks after tonights stitching but I didn’t finish week 68, I will just do so when I pick it up next time :o)

4 Comments

Filed under Uncategorized

Jæja, þetta…

… virkaði!

Mig langaði að deila því sem að ég saumaði og gaf í jólagjafir þetta árið. Það vantar eina mynd þarna, en hún er að fara í póst á eftir svo að ég get kannski sett inn mynd af henni á morgun :o)

Fyrir Móniku
Fyrir Ölmu Sóley
Fyrir Gyðu systur
Fyrir Ebbu, ömmu hans Mio
Fyrir Önnu, ömmu hans Mio
Fyrir Kömmu ömmu mína
Fyrir Gulla afa minn
Fyrir Sigríði í Seymu
Fyrir Helgu í Seymu

Christmas presents!

These are the Christmas presents that I stitched and gave away this year. I am very happy with all of them. There is one missing in the list, but it is going to be sent today so maybe I can share a picture of it tomorrow :o)

2 Comments

Filed under Uncategorized

Ég er búin…

… að reyna að blogga í allan gærdag og allan morgun.
Sjáum hvort að þetta virki!!

I have been trying to update my blog all yesterday and all morning.
Let’s see if this works or not!!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Júlen júlen…

… eru búin að vera SVO yndisleg! Ég klúðraði ekki hamborgarhryggnum! 😀
Maturinn var æðislegur og við átum á okkur gat. Sumarrós tapaði sér aðeins í pakkageðveikinni af skiljanlegum ástæðum. Ég hef ALDREI séð svona mikið af gjöfum áður. Þetta var bara rugl! Ég reyndi eins og ég gat að fylgjast með hvað hún fékk frá hverjum, en það fór svona ofan garðs og neðan þar sem að ég var náttúrulega líka að sinna Karítas. En ég held að Mio hafi náð því sem að ég náði ekki.. eða við skulum vona það.

Ég fékk líka helling af fallegum gjöfum.
Pils, peysu og nýja sæng frá Mio.
Náttföt, Verónika ákveður að deyja og leðurhanska frá tengdó.
Wok pönnu og restina af barbapabba fjölskyldunni frá mömmu og pabba.
Harry Potter 5 og mynd frá Fanney systur
One minute manicure og hníf og bretti frá Gyðu systur
Kertalukt frá Önnu og Wolf
Konfekt, sápu og krem frá Mónu
Geisladisk frá Kidda
Svona sódavatnssprautudæmieitthvað (erfitt að útskýra) frá Valgeiri
og örugglega eitthvað fleira sem að ég er ekki að muna í augnablikinu enda er ég ennþá eitthvað hálfdofin eftir allt þetta át!

Og við erum að fara upp til tengdó í lax og HUMAR á eftir! Ég get ekki beðið! Er búin að vera að láta mig dreyma um humar á langan tíma *slef*

Ætla aðeins að grípa í prjóna þangað til 😀

2 Comments

Filed under Uncategorized

Ilmurinn úr eldhúsinu…

… er svo lokkandi. Af því að ég er að sjóða hamborgarhrygginn fyrir kvöldið. Er með símann í annari hendi, tilbúin að hringja í mömmu eða tengdó ef ég er eitthvað óviss um eitthvað…. voðalega stressuð yfir því að ég eigi eftir að klúðra þessu, en ég held samt ekki, hef fylgst með mömmu gera þetta svo oft :o)

Við Sumarrós skreyttum jólatréð í gær og það er bara voða fínt hjá okkur. Fylltum húsið af grenilykt og ég komst loksins í jólaskap. Kvefið er að fara smám saman og ég er ekki slöpp lengur, sem betur fer. Sumarrós var eins og engill í gær og ekkert jólastress í gangi hjá henni. Kertasníkir kom svo með rafmagnstannbursta handa henni í skóinn og hún var ekkert lítið ánægð með það!

Sumarrós og Mio eru að gera sig tilbúin að fara í pakkaútkeyrslu. Veit samt ekki hvernig við eigum að koma fleirri pökkum undir jólatréð. Við verðum 8 hér í kvöld. Ég og Mio, Vilborg, Kiddi, Valgeir, Ben, Sumarrós og Karítas :o)

Linda, Mio, Sumarrós og Karítas Árný óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla! Hafið það gott með ástvinum ykkar og njótið þessarar hátíðar og ljósunum sem að henni fylgja.

GLEÐILEG JÓL!

4 Comments

Filed under Uncategorized

Svoooooo…

… þreytt! Og ennþá veik!

Ef það væri ekki fyrir Mio þá væri ég dauð! Hann fór í Bónus í dag og keypti ALLT sem okkur vantaði. Hann fór líka og kláraði jólagjafakaupin, hann dundaði í jólagjöfum, heimatilbúnum, prentaði jólakortin (sem að verða milli jóla og nýárs kort á þessu heimili) og er bara dásamlegur!
*RISASTÓRKOSSTILMIO*

Ég pakkaði inn gjöfum. Snýtti mér 13980385809898 sinnum og hóstaði álíka oft. Reyndi að hafa ofanaf fyrir einni spenntri 6 ára (sem að er þó furðu róleg) og einni 3ja mánaða sem að vildi EKKERT sofa í allan dag.

Og takk elsku besta sætasta DúDú Fanney systir fyrir að koma og hjálpa mér með Karítas! Og takk elsku besta sætasta Krútta Gyða systir fyrir að hafa verið með Sumarrós í gær og leyft henni að gista! Henni fannst SVOOOOOOO gaman hjá Gyðu frænku 😀

En… sturta, og svo svefn. Þarf að ÞRÍFA húsið á morgun og breyta og færa hluti til að koma jólatrénu fyrir!!

6 Comments

Filed under Uncategorized

Jólagjafa innkaupin…

… standa sem hæst! Fórum í gærmorgun og redduðum nokkrum gjöfum. Vorum í Kringlunni áðan og redduðum fleirri gjöfum. Svo urðum við að fara heim því að það var bara ekki séns að fá Karítas til að drekka almennilega í þessum hávaða og mannfjölda. Þó svo að ég lokaði og læsti okkur inni á skiptiaðstöðunar/fatlaða (af hverju er þetta sett í sama herbergið? skrítið!) því að þar var jólatónlist frekar hátt stillt og hún lætur svona hluti trufla sig alveg óskaplega. Svo að við brunuðum bara heim og núna er Karítas búin að drekka og er núna sofandi.

Mio fór aftur í Kringlunna (hugaði maðurinn!!!) og ætlaði að redda restinni af gjöfunum. Ég verð að viðurkenna það að ég er afskaplega þakklát fyrir það að hann hafi farið og að ég sitji bara heima. Er að pakka inn pökkum í huganum ;o) Er aðeins að taka til og svona, sjá hvort að maður sé nokkuð að gleyma einhverju.

Ég rammaði inn helling af myndum sem að ég hef saumað í gær og ætla að gefa í jólagjafir. Koma bara nokkuð vel út þó svo að ég segi sjálf frá! Set inn myndir af þessum herlegheitum eftir jólin :o)

Jæja, ætla að vaska upp og reyna að gera hreint hérna!

3 Comments

Filed under Uncategorized

Síðasta jólagjöfin….

… er tilbúin. Eða ég er búin að sauma hana, á eftir að ganga frá henni en mamma mín ætlar að vera svo góð að aðstoða mig við það (lesist; gera það fyrir mig).
Leyndó handa hverjum þetta er, að sjálfsögðu.

Image hosted by Photobucket.com

Líður ennþá eins og druslu og hugsa með hryllingi til þess að þurfa að versla jólagjafir :-/ En hjá því verður ekki komist. Þarf bara að setja súperkonugenið á fullt.

The last christmas present is DONE!

Woohoo! I finished this one last night. Or finished it as much as I did. It still needs the real finishing touches and my mother is going to take care of that for me! No saying who this is for though.

I am sick as a dog and I can’t belive that I still have all the christmas shopping left to do. I better turn on the superwoman gene and get to it!

6 Comments

Filed under Uncategorized

Ég vel alltaf…

… besta tímann til að verða veik!

Já, snilld að eiga eftir að gera ALLT fyrir jólin og verða svo veikur! Er með ógeðslega mikið kvef (skil ekki hvaðan allt þetta slím kemur) og beinverki. Er ekki með hita samt, sem betur fer! Ég verð svo ómöguleg þegar ég fæ hita. En já… þetta byrjaði aðeins eftir brúðkaupið á laugardaginn, ágerðist svo í gær og núna er ég ógurlega lufsuleg.

Verð að hrista þetta af mér, ég á eftir að versla ALLAR jólagjafirnar!

En ég kláraði að sauma síðustu jólagjöfina sem að ég ætla að búa til þetta árið í gær. Tókst bara nokkuð vel! Skelli inn mynd hérna við tækifæri.

Jæja, ég ætla að fara að bryðja c-vítamín eða eitthvað.

Eitt enn!

Til hamingju með daginn Aldís Agla!

6 Comments

Filed under Uncategorized

Við fórum í…

… brúðkaup í gær.

Æskuvinkona mín hún Guffa var að giftast honum Sigga sínum. Athöfnin í kirkjunni var yndisleg, persónuleg og skemmtileg. Aldís Agla dóttir þeirra dansaði og dansaði uppvið altarið og naut greinilega athyglinnar í botn! Algjör dúlla :o)
Og foreldrarnir ljómuðu alveg.

Svo var haldi til veislu í Hafnarfirðinum og það var æðislegur matur, góðar ræður og skemmtiatriði og góður félagsskapur. Við fengum að taka Karítas með þar sem að hún er ekki alveg komin á pelann og hún naut sín alveg í botn. Heyrðist ekki múkk í henni allan tímann og hún sat bara hjá mér og pabba sínum til skiptis og horfði á fólkið og ljósin :o)

Elsku Guffa og Siggi. Innilega til hamingju með daginn í gær. Þetta var dásamlegt og ég óska ykkur alls hins besta!

3 Comments

Filed under Uncategorized

Ég skokkaði…

… upp rétt í þessu og náði í póstinn minn. Þar var pakki til mín! Ég elska að fá pakka í póstinum!
Og í honum var jólaskrautið sem að ég fékk í jólaskrautsskiptunum í saumaklúbbnum. Það var frá henni Eddu og er svona lítil karfa úr plasti sem að er hægt að geyma After Eight nammi ofaní. Ekkert smá sætt!

Image hosted by Photobucket.com

Takk Edda mín! Ég er alveg rosalega ánægð með þetta!

Christmas decoration exchange receaved!!!

I just went upstairs to get my mail. And there was a package waiting for me. I love getting packages in the mail. And in it was the exchange item that I was waiting for from the exchange in my group. It is stitched by Edda, a little plastic basket that you can store After Eight candy in. It is so cute! I love it!

4 Comments

Filed under Uncategorized

Það var…

… mikið gaman og gott að fá stelpurnar í saumó í gær. Ég var svo dugleg að taka til áður en þær komu að ég get leyft mér að sitja og taka því nokkuð rólega í dag. Svona á milli þess sem að ég set í þvottavél og sinni barninu. Svaf samt eitthvað illa og er smá þreytt, en það er allt í lagi þar sem að ég á vonandi rólegan dag fyrir höndum.

Karítas fannst rosa gaman að fá allar þessar konur í heimsókn í gær og þegar þær voru farnar þá sat hún í fanginu á mér og horfði með undrunarsvip á tómu stólana og sagði “uh uh” eins og hún væri að furða sig á því hvar allar fínu konurnar voru! Hehehe, ferlega fyndið!

Og Kiddi, bróðir Mio, kom víst frá USA í morgun. Vonandi er hann með pakkann minn með silkiþráðunum, tölunum og hinu góðgætinu mínu!!! Ég get ekki beðið eftir að prófa að sauma með silki!

Jæja, ætla að reyna að vera dugleg að sauma í dag. Er alveg komin með nett ógeð á þessari mynd sem að ég er að gera, sérstaklega eftir að ég þurfti að rekja upp.

4 Comments

Filed under Uncategorized

Jólaskrautið

… sem að ég sendi til hennar Öbbu eru komin á leiðarenda svo að ég get deilt með ykkur hvað það var sem að ég saumaði handa henni. Hún fékk einn af vettlingunum sem að ég gerði frá Mill Hill og svo saumaði ég jólasvein í pappa og setti segul aftaná:

Image hosted by Photobucket.com

Ég á ennþá eftir að fá frá mínum vini, en ég veit ekki hver það er. Ég fékk Mio til að hjálpa mér við þetta því að alltaf þegar ég hef verið með svona leiki hef ég gert þetta sjálf og þá veit ég alltaf hver sendir mér og það er ekki eins gaman. Svo að ég hlakka mikið til að sjá frá hverjum ég fæ mitt skraut 😀

Annars er ég bara að taka til í dag, því að ég bauð stelpunum úr Allt í kross í saumaklúbb heim til mín í kvöld. Svona smá hittingur fyrir jólin. Ætla að bjóða uppá piparkökur og kaffi, kók og saltstangir. Og auðvitað saumaskap!

Christmas decoration exhchange!

The woman that I stitched for, Abba, receaved the package that I sent her so now I can share what I did. I sent her one of the Mill Hill mittens and then I stitched the sante on perforated paper and made it into a magnet. I like how it turned out and she seemed happy about it.

I haven’t receaved my package yet, but I can’t wait to see it. For once I do not know who is sending to me since I usually manage these exchanges, but this time I got my BF Mio to help me out so he arranged this exchange (after I explained it to him) so now I am even more excited than usual.

I have spent the day cleaning since my stitching group is meeting at my house for a stitching night. I can’t wait to see them a little before Christmas comes!

7 Comments

Filed under Uncategorized