Í dag komu…

… Rósa og Sóley Birta í heimsókn til okkar. Alltaf jafn gaman að fá þær í heimsókn og svo endurnærandi!! Við notuðum tækifærið og tókum myndir af Karítas og Sóley saman og hér er ein þeirra:

Image hosted by Photobucket.com

Algjörar dúllur sko! Svo fyndið að sjá muninn á þeim, en hann minnkar alltaf og minnkar. Ég er sko alveg viss um það að hún Sóley Birta á sko eftir að vera eldsnögg að ná henni Karítas :o)

Svo fylltist hérna húsið af fólki. Jói Biggi frændi og Hildur konan hans (og dagmamman hennar Sumarrósar) og börnin þeirra Alexandra Dröfn og Kristófer Breki. Og svo kom Snjóka frænka (mamma hans Jóa Bigga) og maðurinn hennar Dóri og sonur þeirra Eiríkur Búi og hundurinn þeirra Nína. Rosalega gaman að sjá þau öll og ég segi bara takk fyrir komuna!!!

Svo er Karítas farin að leika sér aðeins á teppinu sínu.

Image hosted by Photobucket.com

Hún er farin að geta velt sér af maganum yfir á bakið og er líka farin að grípa. Það tekur hana langan tíma að reikna út hvert hún á að setja hendurnar og svo puttana, en á endanum getur hún það. Það þarf auðvitað ekki að nefna það hvað við foreldrarnir erum stolt!

9 Comments

Filed under Uncategorized

9 responses to “Í dag komu…

 1. Hafrún Ásta

  Hvílíkar dúllur sem þessar stelpur eru já mér finnst alltaf svo gaman að fá gesti líka.

  Auðvitað ertu stollt svo stollt að maður er oft að springa úr monnti fyrir þeirra hönd. hehe en þannig á það líka að vera.

 2. Sonja

  Þetta eru algjörar dúllur og líka ótrúlegt hvað hún Sóley Birta vex hratt. Maður sér það bara á myndunum!

  Til hamingju með framfarinar hjá Karítas. Finnst henni ekki gaman á teppinu?

 3. Gyða

  Flottar!
  ég er svo stolt að eiga svona fallega frænku(og systir) love you

 4. Asdis

  Hrikalega sætar vinkonur 🙂 gaman að sjá myndir af þeim!

 5. deibpia

  Takk fyrir okkur skvís!
  Þetta var yndislegt.
  Við verðum að gera þetta aftur fljótlega!

 6. Dísa

  Oh hvað ég skil þig, Einar Ernir (híhí enn að venjast því að hann eigi nafn) velti sér í fyrsta sinn fyrir viku síðan, ég he´lt að ég myndi bara falla í ómegin ég var svo agalega ánægð! 😀

  Stelpurnar eru ekkert lítið sætar þarna saman í sófanum.

 7. Litla Skvís

  Fanney… þú ert klikk! LOL!

 8. Fanney

  þetta er fyndið….
  og eitt enn…..

  SKAMM Linda SKAMM!! núna er ég komin með æði fyrir oreo kexi með hvítu súkkulaði… allt þér að kenna!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s