Karítas litla…

… er komin með sýkingu í augað :-/ Mér sýnist þetta samt vera betra en í gær svo að ég held bara áfram að hreinsa þetta með soðnu vatni og svo sprauta ég reglulega brjóstamjólk í augað hennar því að hún er svo græðandi. Þetta lagast, verður vonandi orðið fínt í kvöld.

Annars var nóttin frekar erfið. Karítas rumskaði oft og vildi bara láta halda á sér. Hún virkaði frekar slöpp í gærkvöldi og var ógurleg mömmustelpa, vildi bara láta halda á sér og súpa mikið. Ég mældi hana en hún var ekki með neinn hita. Ætli augað hafi ekki bara verið að pirra hana eitthvað, samt var hún ekkert að fikta í því.
Svo vaknaði Sumarrós um hálf sex og skreið uppí. Ég leyfði henni það því að hún gerir þetta nánast aldrei, en hana var að dreyma eitthvað illa og þá finnst henni gott að fá að koma og kúra hjá okkur Mio. En í staðin svaf ég ekkert eftir að hún kom uppí. Svo vaknaði Karítas um 7 leytið og fékk sér að drekka og ég fór svo af stað með Sumarrós 20 mínútum seinna og gerði hana klára í skólann og keyrði hana svo þangað rétt fyrir 8. Kom heim og lagði mig, vaknaði aftur klukkan hálf tíu, sofnaði aftur og svaf til 11.

En ég er ennþá dauðþreytt. Karítas var að sofna aftur og ég er að hugsa um að leggja mig bara aftur með henni. Mamma ætlar að sækja Sumarrós í skólann á eftir og fara að finna á hana jólaskó og eitthvað að dúllast með henni.

Já, ég nota bara tækifærið og legg mig aðeins aftur. Er sama og ekkert hvíld eftir nóttina þar sem að ég vaknaði á ca hálftíma fresti í alla nótt til annað hvort Sumarrósar eða Karítasar.

3 Comments

Filed under Uncategorized

3 responses to “Karítas litla…

 1. deibpia

  æji.. ekki gott að heyra með sýkinguna í auganu hennar Karítasar! En ég hef tröllatrú á brjóstamjólkinni. SB var að byrja að fá sýkingu um daginn og ég var dugleg að þrífa augað með soðnu vatni og sprauta brjóstamjólk í það og það var orðið gott á ca. hálfum sólarhring.

  Ekki gott að heyra að þú hafir sofið svona lítið og illa.. vonandi ertu búin að ná að hvíla þig betur. Ég VEIT sko alveg hversu erfitt það er að vera þreyttur með svona kríli!

 2. Hafrún Ásta

  vonandi eru þið allar orðnar hressar núna.

 3. Sonja

  Gott að þú notir brjóstamjólkina. Þetta verður búið á nótæm.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s