* Ég og Bjarki frændi fórum á tónleika áðan í Fríkirkjunni með Anthony & The Johnsons. Það var gaman, gott og fallegt.
* Síðast þegar ég fór á tónleika í Fríkirkjunni var það líka með Bjarka frænda, en þá sáum við Sigur Rós.
* Sigur Rós voru betri.
* Karítas fékk pela í fyrsta skipti áðan. Hún var ekkert mjög sátt við hann En hún verður að taka hann almennilega fyrir laugardaginn því að þá er brúðkaup hjá Guffu og Sigga.
* Ég tók til í þvottahúsinu í dag. Það var sko komin tími á það og rúmlega það! Þvílík drulla!
* Mig langar alveg rosalega mikið í súkkulaðiköku akkúrat núna.
* En ég held að ég jólasveinist bara og fari svo í háttinn. Ætlaði sko að vera löngu sofnuð…
um að gera að prófa Harry Potter kökuna hehe :o)