Sumarrós er…

… veik heima í dag með hita, kvef og hósta. Er óskaplega tuskuleg eitthvað greyið. Er samt kát og góð, eins og alltaf þegar hún er veik. Við erum búnar að horfa á Madagaskar, Simpsons og Family Guy og erum núna að horfa á Shrek 2. Einnig er hún búin að teikna mikið af fallegum myndum á blöðin sem að afi hennar kom með handa henni.

Ég var að fá jólakort, fyrsta jólakort þessara jóla. Það kom frá Tracy vinkonu minni í Texas sem að ég ætla að fara að heimsækja næsta sumar ásamt fleiri konum úr erlenda saumaklúbbnum mínum. Með kortinu fylgdi Silk Mori þráður frá Kreinik. Það er gjörsamlega himneskt að koma við þetta og ég hlakka mikið til að prófa að sauma með silki!

Ég skaust áðan útá pósthús og sendi jólaskrautið sem að ég bjó til fyrir jólaskrautskiptin í klúbbnum mínum. Ég set inn mynd þegar sú sem að á að fá það hefur móttekið það :o)

Jæja, ætla að hengja uppúr vélinni og setja í aðra. Sauma svo og í kvöld ætla svo Bjarki og Sigurjón frændur mínir að koma til okkar og við ætlum að horfa á Harry Potter 1 og 2. Tökum svo 3 einhverntíman seinna og ætlum svo að sjá nýjustu í bíó á milli jóla og nýárs líklega!

3 Comments

Filed under Uncategorized

3 responses to “Sumarrós er…

 1. Gyða syst

  ég bið að heilsa elsku sætustu frænku minni, kisstu hana frá mer!

 2. Hafrún Ásta

  oh þú átt svo eftir að fíla mynd 4 og hinar líka reyndar en 4 er æði. Dugnaður í þér bara. Æji vona að Sumarrós jafni sig fljótt. Er einmitt búin að fá fyrsta kortið en ég opna þau ekki sjálf en ég held ég viti samt á skriftinni frá hverjum það er.

 3. Asdis

  Vonandi verður Sumarrós ekki veik lengi. Mín litla vaknaði með hita í nótt 😦
  Ég er búin að fá 2 jólakort: 1 frá pabba eldri stelpunnar minnar en hann sendi mjög snemma í ár þar sem hann er farinn til Afríku í 1 1/2 mánuð með spúsu sinni… og svo fékk ég 1 í gær frá breskri stelpu sem ég kynntist fyrir Duran Duran tónleikana í sumar! Hlakka til að opna það 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s