Litla bumbulínan…

… heldur áfram að þyngjast vel. Við vorum með hana í 3ja mánaða skoðun og sprautu áðan og hún er orðin 5970 grömm og 59,7 cm. Svo fékk hún sprautuna í rassinn og rétt aðeins gólaði fyrir lækninn og svo var það búið.

Sumarrós er orðin hitalaus, en ég hélt henni samt heima í dag. Hún fer í skólann á morgun bara.

Bjarki og Sigurjón komu í gær og við horfðum á Harry Potter 1 og 2. Þriðja myndin verður tekin í kvöld! Hlakka mikið til, finnst hún rosalega skemmtileg.

Ég hef lítið saumað undanfarið. Er að dúllast í mynd sem að ég ætla að gefa í jólagjöf og sauma svona þegar ég nenni því. Einhver smá saumalægð í gangi. Ætli það sé ekki af því að mig langar að vera að sauma allt aðra hluti en þá sem að ég ætla að klára fyrir jólin ;o) En það er nú bara þessi og ein í viðbót eftir og þá er ég búin. Svo ætlar Mio minn að smíða fyrir mig ramma utan um eitthvað af þessu og svo ætla ég að kíkja í IKEA og athuga hvort að ég finni ekki einhverja ramma þar sem að ég get notað. Vildi að ég hefði efni á að láta ramma þetta allt saman inn, en því miður er það ekki valkostur.

Nokkrir dagar eftir af þessari svakalegu vinnutörn hans Mio. Hann kom ekki heim fyrr en 3 í nótt. Ég sakna hans óskaplega, en veit að þetta tekur enda og þá get ég bara knúsað hann meira. Ætlum þá að fara að jólastússast og svona. Ég nenni ekki í þetta ein, enda er ég með búðafóbíu á þessum árstíma.

2 Comments

Filed under Uncategorized

2 responses to “Litla bumbulínan…

 1. deibpia

  glæsileg skoðun hjá Karítas…
  það koma alltaf svo flottar tölur útúr skoðununum hennar.

  Ég er líka í svona saumalægð.. bara rétt dúlla mér og búið… er engan vegin að nenna þessu þessa dagana.

  Mikið er nú gott að þessu fer að ljúka hjá Mio… skil þig vel að sakna hans.. ég veit ekki hvernig ég myndi vera ef ég sæi D. svona lítið :S

 2. Hafrún Ásta

  Karítas krútt já hún er flott stelpa. ER þessi lægð svona jólaverkefnis tengd of mikið að gera hjá öllum en ég tek mér stundum frí frá kortunum og fer í Creasent dreams þú hún er svo æðisleg. ;o) Harry Potter 1-4 elska þær allar og LOTR 1-3 algjörlega húkkt fan hehe. Linda mín nú þarftu að lesa HP 5 því hún er skemmtileg og 6 enn meira spennandi.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s