Blöh!

Þessi morgun var frekar efiður.

Stóra stelpan mín var sko ekki sátt við eitt né neitt. Hún vildi ekki epli í skólann. Hún vildi ekki borða morgunmat. Hún vildi fá peysu. Svo kom ég með peysu og þá var hún ekki nógu góð. Hún vildi fá endurskinsmerkin sem að hún gleymdi í bílnum hennar Gyðu systir. Það var ekki nóg að Gyða kæmi að sækja hana í skólann í dag og hún fengi þau þá, nei nei, Gyða átti að koma NÚNA með þau handa henni og keyra hana í skólann. Hún vildi taka dúkkulísurnar sem að Stúfur kom með handa henni með í skólann. Og á leiðinni í skólann var hún kvartandi yfir því að við tókum ekki Karítas með. LOL! Það er ekki eins og hún sé vön því að Karítas komi með þegar hún er keyrð í skólann. Æji, ég vona að skapið hjá henni skáni yfir daginn.

Ég gerði villu í myndinni sem að ég er að sauma og nú þarf ég að rekja upp og ég er sko EKKI að nenna því! Ætla samt að drífa í því, illu er best aflokið! Svo er saumó hjá mér á morgun! Hlakka mikið til að hitta stelpurnar aðeins fyrir jólin.

4 Comments

Filed under Uncategorized

4 responses to “Blöh!

 1. Hafrún Ásta

  Jamm sumir dagar eru svona hehe. Vona að ég komist á morgun hlakka svo til að hitta ykkur allar. svo langt síðan síðast.

 2. Asdis

  Sú stutta hefur greinilega farið fram úr öfugu megin í morgun. Vonandi verður skapið skárra þegar hún kemur heim úr skólanum. Hlakka til að sjá allar í saumó annað kvöld!!!

 3. deibpia

  úff…. vonandi er hún orðin betri í skapinu… það er ekki gaman að vera svona pirr.

  ooh.. það er svo ÖMURLEGT að þurfa að rekja upp… svo þú átt sko alla mína samúð.. ég er alveg búin að vera off í saumunum eftir að ég þurfti að rekja upp um daginn…
  vonandi ertu bara búin að því og byrjuð aftur… 😀

 4. Gyða Syst

  Prinsessan var mjög ánægð þegar ég sótti hana.. Við fórum í smá jólastuss, og kíktum svo á Afa Gæ í vinnuna en hún vildi heldur ekki fara þegar ég fór með hana til pabba sins!! ;o)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s